Samfélagsmiðlar

Djass og tómatar blása lífi í flugvélamat

Hávaðinn og hæðin hafa áhrif á bragðskyn flugfarþega og það sem smakkast vel á jörðu niðri getur orðið óspennandi í háloftunum. Bragðlaukana má hins vegar virkja á einfaldan hátt og þannig lyfta máltíðinni upp á hærra plan.

 

 

Hávaðinn og hæðin hafa áhrif á bragðskyn flugfarþega og það sem smakkast vel á jörðu niðri getur orðið óspennandi í háloftunum. Bragðlaukana má hins vegar virkja á einfaldan hátt og þannig lyfta máltíðinni upp á hærra plan.

Það er sjaldnast boðið upp á miklar kræsingar á almennu farrými eða hjá lágfargjaldaflugfélögunum. Það skiptir engu að síður máli að hressingin bragðist vel enda kostar hún sitt. Í háloftunum dregur hins vegar töluvert úr virkni bragðlaukanna og vísindamenn við Oxford háskóla segja vísbendingu um að mótorhljóðin, og annar hávaði í farþegarýminu, minnki getu okkar til að finna mun á sætu og söltu. Með því að setja tappa í eyrun á meðan samlokunni og salatinu eru gerð skil geta farþegarnir sjálfir því dregið úr hljóðtruflununum. Árangursríkara er þó að hlusta á mjúkan djass með máltíðinni því róleg tónlist örvar bragðlaukana og útilokar um leið hávaðann í farþegarýminu.

Umami í matinn

Það er hins vegar ekki hægt að treysta á að djassinn einn og sér afbrengli bragðlaukana. Það þarf meira til og margt bendir til að umami, sem er oft sagt vera fimmta grunnbragðtegundin, bragðist eins í háloftunum og á jörðu niðri. Tómatar, parmesan ostur og sveppir eru dæmi um fæðu sem er rík af umami og haft er eftir Charles Spence, prófessor við Oxford í grein Flavourjournal, að vinsældir Bloody Mary meðal flugfarþega sýni að margir hafi fyrir löngu verið búnir að átta sig á því að tómatsafi bragðast betur en aðrir drykkir í farþegarýminu. Prófessorinn segir líklegt að flugfélög geti bætt matseðla sína töluvert með því að nota umamiríkt hráefni og það sama eigi reyndar við um matsölustaði þar sem hávaðinn verði oft mikill. Charles Spence tekur hins vegar fram að rannsaka þurfi betur hvort umami sé jafnt ónæmt fyrir hávaða og það er fyrir hæð.

Sóknarfæri fyrir íslensku félögin

Um nokkurt skeið hafa matseðlar flugfélagsins British Airways vera settir saman með það í huga að bragðlaukar gestanna eru ekki í toppstandi á meðan réttirnir er borðaðir. Maturinn er kryddaður aukalega og hráefni sem er ríkt af umami er notað í meira mæli en áður. Eins eru valin sæt hvítvín og rauðvínin minna beisk. Af matseðlum Icelandair og WOW air að dæma þá hefur ekki verið lögð mikil áhersla á umami-ið í eldhúsum félaganna hingað til. Besta ráðið er þá sennilega að vera með tilbúinn djass í tækinu og vona að hann komi máltíðinni í hæstu hæðir.

NÝJAR GREINAR: London endurheimtir toppsætið á KeflavíkurflugvelliUm 700 vegabréf á mánuði afgreidd með hraði
TILBOÐ: 15% afsláttur á hóteli í Kaupmannahöfn10% afsláttur af íbúðum í Berlín

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny

 

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …