Dohop tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna

Tíu fyrirtæki etja kappi um nafnbótina „Besta flugleitarvél heims”. Í byrjun vetrar kemur í ljós hver hneppir hnossið en sömu aðilar keppa í ár og í fyrra.

 

 

Tíu fyrirtæki etja kappi um nafnbótina „Besta flugleitarvél heims”. Í byrjun vetrar kemur í ljós hver hneppir hnossið en sömu aðilar keppa í ár og í fyrra.

Íslenska flugleitarvélin Dohop hefur verið tilnefnd til World Travel Awards verðlaunanna í flokknum „Besta flugleitarvél heims” annað árið í röð. Í fyrra voru verðlaun í þessum flokki veitt í fyrsta skipti og þá var það bandaríska leitarvélin Kayak sem bar sigur úr bítum.

Réttari verð

Sömu tíu fyrirtæki eru tilnefnd til verðlaunanna í ár og í fyrra. Aðspurður um hvort sigurlíkur Dohop séu meiri núna segir Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Dohop, að mikil vinna hafi verið lögð í að efla Dohop Go þjónustuna undanfarið. Eins hafi verið unnið að því að tryggja að notendur leitarvélarinnar fái upp söluaðila sem passa fyrir þeirra markað. Rússar fá þá upplýsingar á rússnesku og verð í rúblum og svo framvegis. Jóhann bætir því einnig við að fólk eigi líka að vera öruggara í dag með að verðin sem koma upp hjá Dohop séu rétt.

Á heimasíðu World Travel Awards er hægt að greiða atkvæði í valinu fram til 19. október. Árið 2013 bárust um hálf milljón atkvæða til tilnefndra fyrirtækja að því segir í tilkynningu frá Dohop.

NÝJAR GREINAR: Bæta við jólaferðum til ÍslandsStokkhólmur ódýrari

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny