Ferðamenn streyma til Flórída

Sólskinsfylkið Flórída nýtur sífellt meiri vinsælda og forsvarsmenn ferðaþjónustu fylkisins hafa sett sér háleitt markmið.

 

 

 

Sólskinsfylkið Flórída nýtur sífellt meiri vinsælda og forsvarsmenn ferðaþjónustu fylkisins hafa sett sér háleitt markmið.

Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna leituðu margir skjóls í Flórída í byrjun árs á meðan kuldakast reið yfir heimahagana. Á fyrsta ársfjórðungi ársins fjölgaði því ferðamönnum í Flórída töluvert og alls komu þangað nærri 30 milljónir túrista. Allt síðasta ár voru ferðamennirnir hins vegar tæplega 95 milljónir. Forsvarsmenn ferðaþjónustu fylkisins gera sér vonir um að brátt muni ferðamannafjöldinn á ársgrundvelli rjúfa 100 milljóna múrinn.

Mörg ný störf

Þessar auknu vinsældir Flórída hafa jákvæð áhrif á efnahag íbúanna og á síðasta ári voru 76 þúsund ný störf rakin til uppgangsins í ferðaþjónustunni samkvæmt frétt Standby.dk. Það er þó ekki bara hið milda loftslag sem ferðamenn sækja til Flórída því skemmtigarðar fylkisins hafa einnig mikið aðdráttarafl. Í Miami og Fort Lauderdale eru svo tvær af stærstu höfnum skemmtiferðaskipa í heiminum og því margir sem fara þaðan í siglingu um Karabíska hafið.

Icelandair hefur flogið til Sanford við Orlando yfir vetrarmánuðina um langt árabil og margir Íslendingar sem fara í vetrarfrí á þessum slóðum.

SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM Í ORLANDÓ

TENGDAR GREINAR: 10 bestu baðstrendur BandaríkjannaBílaleigubílarnir í Orlandó standa í stað6 bestu hótelin fyrir barnafjölskyldur í Orlando