Fjölskyldusæti í flugvélar

Eitt stærsta flugfélag Bretlands leitar leiða til að innrétta nýjan flugflota sinn á heppilegri hátt, sérstaklega fyrir fjölskyldur.

 

 

 

Eitt stærsta flugfélag Bretlands leitar leiða til að innrétta nýjan flugflota sinn á heppilegri hátt, sérstaklega fyrir fjölskyldur.

Það eru oftast pláss fyrir þrjár manneskjur í sætaröðum hefðbundinna farþegaþota. Einn úr vísitölufjölskyldunni verður því að sitja annars staðar.

Á því gæti hins vegar orðið breyting á næstu árum því forsvarsmenn breska flugfélagsins Thomson Airways hafa látið hanna sérstök fjölskylduborð fyrir nýjustu þotur sínar af gerðinni Boeing 737 Max. Icelandair hefur einnig fest kaup á þess háttar vélum og gæti mögulega valið samskonar innréttingar þegar þar að kemur..

Sama skipulag og í lestum

Nýja skipulagið gengur út á að snúa annarri hverri sætaröð við og setja borð á milli. Fjögurra til sex manna fjölskyldur geta þá auðveldlega setið saman við eitt borð líkt og í lest. Þetta eykur möguleika fjölskyldna á að taka í spil og ræða málin yfir matnum saman í stað þess að stara á skjá alla ferðina.

Barnapíur um borð

Forsvarsmenn Thomson Airways vilja ganga enn lengra í að auðvelda barnafölskyldum lífið í háloftunum og ætlunin er að starfrækja sérstaka barnaklúbba um borð með sérþjálfuðu starfsfólki sem kann tökin á ungviðinu. Thomson Airways er í eigu eins stærsta ferðaskipuleggjanda Bretlands og er hluti að TUI samsteypunni líkt og ferðaskrifstofan Nazar sem selur Tyrklandsreisur frá Íslandi.

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

 
  KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27 LONDON: ROCKWELL FRÁ 17 ÞÚSUND KR.