Bráðlega verður flogið fjórum sinnum á dag héðan til Logan-flugvallar við Boston. Það eru eingöngu flugfarþegar á stærsta flugvelli Evrópu geta valið úr fleiri ferðum til borgarinnar.
Bráðlega verður flogið fjórum sinnum á dag héðan til Logan-flugvallar við Boston. Það eru eingöngu flugfarþegar á stærsta flugvelli Evrópu geta valið úr fleiri ferðum til borgarinnar.
Í lok mars hefst áætlunarflug WOW air til Boston í Bandaríkjunum og mun félagið fljúga þangað sex sinnum í viku allt árið um kring. Icelandair hefur um langt árabil flogið til borgarinnar og býður upp á þrjár ferðir á dag þangað yfir aðalferðamannatímabilið. Á öðrum tímum ársins fljúga þotur félagsins til Boston allt að tvisvar á dag.
Eingöngu Heathrow með fleiri ferðir
Frá og með vorinu geta farþegar í Keflavík því valið á milli fjögurra ferða á dag til Boston með Icelandair og WOW air. Það er meiri úrval en farþegar á stærstu flugvöllum Evrópu hafa úr að moða. Samkvæmt athugun Túrista er flogið allt að þrisvar á dag til Boston frá París en tvisvar frá Amsterdam, Frankfurt og Dublin. Flestar eru ferðirnar frá Heathrow flugvelli eða sex á dag. Heathrow er stærsta flughöfn Evrópu og fóru ríflega 72 milljónir farþega um völlinn á síðasta ári. Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var farþegafjöldinn í fyrra 3,2 milljónir.
Einu fulltrúar Norðurlanda
Logan flugvöllur í Boston er sá nítjándi stærsti í Bandaríkjunum í farþegum talið. Tíu evrópsk flugfélög fljúga þangað reglulega en Icelandair hefur hingað til verið eina norræna félagið í Boston. Á því verður breyting í þann 27.mars þegar vél á vegum WOW air fer í jómfrúarflug félagsins til austurstrandar Bandaríkjanna.
SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:
![]() |
![]() |
![]() |
BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV. | KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27 | LONDON: ROCKWELL FRÁ 17 ÞÚSUND KR. |