Lufthansa fer í samkeppni við Icelandair

Stærsta flugfélag Þýskalands og eitt það umsvifamesta í heiminum ætlar ekki að hætta Íslandsflugi líkt og gefið hafði verið út. Félagið opnar nýja flugleið í vor.

 

 

Stærsta flugfélag Þýskalands og eitt það umsvifamesta í heiminum ætlar ekki að hætta Íslandsflugi líkt og gefið hafði verið út. Félagið opnar nýja flugleið í vor.

Undanfarin ár hefur þýska flugfélagið Lufthansa flogið til Keflavíkur frá Berlín, Dusseldorf og Hamburg í Þýskalandi. Dótturfélagið German Wings hefur hins vegar tekið við þessum þremur flugleiðum og útlit var fyrir að Lufthansa myndi ekki fljúga til Íslands næsta sumar.

Forsvarsmenn félagsins hafa hins vegar ákveðið að auka umsvif á Norðurlöndunum og hluti af þeirri sókn er að bjóða upp á tvö flug í viku til Íslands frá Frankfurt. Icelandair hefur um langt árabil flogið til fjármálamiðstöðvar Þýskalands og býður upp á allt að tvær ferðir á dag til borgarinnar allt árið um kring.

Hætta næturflugi

Hingað til hafa brottfarir Lufthansa frá Keflavík verið í kringum miðnætti en á því verður breyting í vor. Þá munu vélar Lufthansa lenda hér á landi um miðjan dag og verða komnar aftur til Frankfurt um kvöldmatarleyti. Lufthansa ætlar að starfrækja þessa flugleið frá 2. maí og fram til 28. september og verður flogið á fimmtudögum og laugardögum.

Í tilkynningu frá félaginu segir notaðar verði vélar að gerðinu Airbus 319 og verða sæti fyrir 138 farþegar í tveimur farrýmum. Ódýrara farið, báðar leiðir, með Lufthansa til Frankfurt er 31.620 krónur.

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR.KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR.LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.