Færri ferðir til Dusseldorf í sumar

Forsvarsmenn German Wings hafa ekki ákveðið hvort þeir ætli að fylla skarð Lufthansa á flugleiðinni milli Dusseldorf og Keflavíkur í sumar. WOW air dregur úr flugi til þýsku borgarinnar.

 

 

 

Forsvarsmenn German Wings hafa ekki ákveðið hvort þeir ætli að fylla skarð Lufthansa á flugleiðinni milli Dusseldorf og Keflavíkur í sumar. WOW air dregur úr flugi til þýsku borgarinnar.

Þýska lágfargjaldaflugfélagið German Wings tók yfir allt Íslandsflug móðurfélagsins Lufthansa í fyrra að fráskildu fluginu milli Keflavíkur og Dusseldorf. Nú mun Lufthansa ætla að gefa þessa flugleið eftir en talsmaður German Wings segir í svari til Túrista að ekki sé víst að félagið muni taka við keflinu frá Lufthansa í þetta skiptið.

Stutt milli Kölnar og Dusseldorf

Síðasta sumar flaug German Wings til Íslands frá Stuttgart, Berlín, Hamborg og Köln en síðastnefnda borgin er aðeins ríflega sextíu kílómetrum frá Dusseldorf. Nálægðin kann að vera ástæða þess að forsvarsmenn German Wings eru ekki reiðubúnir að hefja flug til Íslands frá Dusseldorf að svo stöddu.

WOW air flaug sumarið 2012 til Kölnar en færði sig svo yfir til Dusseldorf. Næsta sumar fækkar hins vegar ferðum félagsins þangað úr þremur í tvær í viku..

Airberlin bætir við ferðum

Það komu ríflega 51 þúsund þýskir ferðamenn hingað í sumar samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli. Aðeins Bandaríkjamenn eru fjölmennari hér á landi yfir aðalferðamannatímann. Airberlin, næststærsta flugfélag Þýskalands, hyggst stórauka flug sitt til Íslands á næsta ári líkt og Túristi greindi frá. Auk þess fljúga German Wings, Icelandair og WOW air til Þýskalands frá Keflavík.

NÝJAR GREINAR: 34 ferðir á 10 til 18 þúsund krónur fram til áramóta
TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV. KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27 FRANKFURT: 25HOURS FRÁ 13.000 KR.