Flogið beint til Rómar og Dublin

Hingað til hafa pakkaferðir á haustin og vorin verið eina valkosturinn fyrir þá sem vilja fljúga beint héðan til höfuðborga Írlands og Ítalíu. Á því verður breyting næsta sumar.

 

 

 

Hingað til hafa pakkaferðir á haustin og vorin verið eina valkosturinn fyrir þá sem vilja fljúga beint héðan til höfuðborga Írlands og Ítalíu. Á því verður breyting næsta sumar.

Þegar flogið er frá Keflavík til meginlands Evrópu er flugtíminn sjaldnast meiri en rétt rúmir fjórir tímar. Lengra hafa flugfélögin ekki farið í austur, alla vega ekki í reglulegu áætlunarflugi. Í sumar ætla hins vegar forsvarsmenn WOW air að bjóða upp á vikulegar ferðir til Leonardo De Vinci flugvallar í Róm og má reikna með að ferðin þangað taki rúma fjóra og hálfa klukkustund. Með þessari viðbót við leiðakerfið gefst íslenskum túristum kostur á að fljúga beint til tveggja ítalskra borga yfir aðalferðamannatímann því bæði Icelandair og WOW air fljúga til Mílanó yfir sumarmánuðina.

Írland kemst á kortið

Líkt og Róm þá hefur Dublin lengi verið fastur liður í sölubæklingum ferðaskrifstofanna hér á landi. Iceland Express áformaði að hefja flug til írsku borgarinnar fyrir tveimur árum en úr því varð ekki. Í sumar verður Dublin hins vegar fjórði heilsársáfangastaður WOW air. Jómfrúarferð félagsins verður farin 2. júní og verður flogið þrisvar í viku til höfuðborgar Írlands frá Keflavík. Í júní bætist einnig Billund í Danmörku við leiðakerfi WOW air.

Oftar til Spánar, Frakklands og Hollands en sjaldar til Þýskalands

Í haust fjölgaði WOW air ferðum sínum til Alicante og Barcelona og forsvarsmenn félagsins boða áframhaldandi vöxt í Spánarreisum því vikulegum ferðum til borganna tveggja verður fjölgað úr þremur í fjórar. Eins verður bætt við ferðum til Parísar, Mílanó, Berlínar og Amsterdam. Tíðni ferða til Stuttgart og Dusseldorf minnkar hins vegar og Zurich verður ekki lengur á dagskrá félagsins.

Fram kemur í tilkynningu frá WOW air að flugfloti félagsins muni stækka úr fjórum í sex Airbus þotur á næsta ári og gert er ráð fyrir að farþegafjöldinn fari upp í 800 þúsund. Það er aukningum um 60 prósent frá því í ár.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
NÝJAR GREINAR: Þráðlaust í Flugstöð Leifs EiríkssonarVilja tryggja flugfarþega fyrir gjaldþrotum

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny