Fundu réttu flugtímana fyrir Bandaríkjaflugið

Brottfarartímar WOW air til Bandaríkjanna verða um hálf fjögur en vélar Icelandair taka á loft seinni partinn. Mynd: WOW air

Vélar WOW air á leið vestur um haf munu fara fyrr af stað en þotur Icelandair á sömu leið. Forsvarsmenn WOW segja þetta kost fyrir farþega félagsins. Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í fyrra að WOW ætti að fá tvo af afgreiðslutímum Icelandair því það væri forsenda fyrir samkeppni í flugi milli Íslands og Bandaríkjanna.

 

 

Vélar WOW air á leið vestur um haf munu fara fyrr af stað en þotur Icelandair á sömu leið. Forsvarsmenn WOW segja þetta kost fyrir farþega félagsins. Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í fyrra að WOW ætti að fá tvo af afgreiðslutímum Icelandair því það væri forsenda fyrir samkeppni í flugi milli Íslands og Bandaríkjanna.

Í vor hefst áætlunarflug WOW air til Boston og Washington í Bandaríkjunum og fóru farmiðar í sölu í gær. Aðspurð um valið á þessum tveimur áfangastöðum segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, að báðir séu mjög vel kynntir hér á landi og að Ísland sé líka vel þekkt í þessum borgum. „Einnig eru þetta hvort tveggja áhugaverðir áfangastaðir inn á Evrópuleiðakerfi okkar og öfugt. Jafnframt bjóða báðar borgirnar upp á fjölmarga tengimöguleika innan Norður-Ameríku en einn af kostum WOW air verður að okkar vélar munu lenda fyrr og því auðveldara að ná tengiflugum áfram“, segir Svanhvít.

Fengu ekki umbeðna tíma

Forsvarsmenn WOW air stefndu á að hefja flug til Bandaríkjanna síðastliðið vor en úr því varð ekki þar sem félagið fékk ekki úthlutaða þá brottfarartíma í Keflavík sem óskað var eftir. Vildi WOW air fá tvo afgreiðslutíma á sömu tímum og Icelandair notar í flug sitt vestur um haf milli klukkan 16 og 17:30. Í erindi sem WOW air sendi Samkeppniseftirlitinu á síðasta ári sagði: „…verði ekki orðið við kröfum Wow Air þá megi ljóst vera að fyrirhugaður samkeppnisrekstur í flugi á milli Íslands og Bandaríkjanna sé með öllu útilokaður.“ Samkeppnisstofun fellst á rök WOW air eftir umfangsmikla rannsókn en áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi þann úrskurð úr gildi.

Nú segir Svanhvít hins vegar að búið sé að leysa þessi mál. „Okkar brottfaratímar og komutímar verða á undan tímum Icelandair líkt og Evrópuflugin okkar eru í dag. Það hentar enn betur fyrir tengingar. Auðveldara að tengja til annarra áfangastaða í Bandaríkjunum og farþegar einnig komnir fyrr á áfangastaði sína í Evrópu“. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, tekur í sama streng í viðtali við Mbl.is.

Samkeppniseftirlitið og EFTA dómstóllinn eru í málinu

Þrátt fyrir að þessi lausn hafi fundist er von á nýjum úrskurði Samkeppniseftirlitsins vegna deilunnar um afgreiðslutíma við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Forsvarsmenn WOW sendu nefnilega nýtt erindi til stofnunarinnar í sumar. Þar að auki hefur Hæstiréttur skotið fyrra málinu til EFTA dómstólsins.

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR. KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR. LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.