Fylgjast með verðlagi í flugstöðinni

Verslanir og veitingastaðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar leggja ekki virðisaukaskatt á vörur sínar og fylgst er með að verðlagið þar sé lægra en úti í bæ. MEIRA

 

 

 

Verslanir og veitingastaðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar leggja ekki virðisaukaskatt á vörur sínar og fylgst er með að verðlagið þar sé lægra en úti í bæ.

Í dag er annað hvort lagður 25,5% eða 7% virðisaukaskattur ofan á verð vöru og þjónustu hér á landi. Þeir sem reka verslanir og veitingastaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þurfa hins vegar ekki að bæta skattinum við sín verð. Það þýðir að vara í efra skattþrepi ætti að vera um fimmtungi ódýrari í flugstöðinni en annars staðar á meðan verðmunurinn á matvælum yrði að vera um 6,5 prósent. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar, segir að reglulega séu gerðar kannanir í flugstöðinni til að tryggja að verðlagið þar endurspegli skattleysið. Hann segir dæmi um að rekstraraðilar hafi verið með of há verð og þá hafi verið óskað skýringa og verðið lagað.

Verðstefna í útboði

Nýlega var rekstur á fríhafnarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar boðinn út og í vikunni var tilkynnt hvaða búðir og matsölustaðir verði í brottfararsalnum næstu árin. Að sögn Hlyns þurftu þátttakendur í útboðinu að skila inn upplýsingum um verðstefnu og voru þeir meðal annars dæmdir út frá henni. Hann segir að fylgst verði með því að nýir rekstraraðilar fylgi þeirri verðlagningu sem þeir kynntu í útboðinu og áfram verði passað upp á verðskrár í flugstöðinni taki mið af því að reksturinn þar sé laus við virðisaukaskatt.

TENGDAR GREINAR: Þráðlaust net í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
NÝJAR GREINAR: Kostar minna að taka frá bílaleigubílBæta við jólaferðum til Íslands

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV. KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27 FRANKFURT: 25HOURS FRÁ 13.000 KR.