Hversu oft á að kyssa Frakka?

Íbúar Lyon smella á báðar kinnar þegar þeir hitta kunningja sína á förnum vegi og sumstaðar á Korsíku eru kossarnir allt að fimm talsins.

 

 

 

Íbúar Lyon smella á báðar kinnar þegar þeir hitta kunningja sína á förnum vegi og sumstaðar á Korsíku eru kossarnir allt að fimm talsins.

Hér heima látum við handaband eða í mesta lagi einn koss á kinn duga þegar við heilsumst. Það kemur því líklega óöryggi upp í mörgum okkar þegar heilsa á ókunnugu fólki frá suðrænum löndum. Á að kyssa einu sinni, tvisvar eða jafnvel fimm sinnum? Eða nægir handaband? Þessir kossasiðir virðast vera mjög ólíkir á milli landa og jafnvel héraða. Alla vega ef marka má þessa skýringamynd Bill Rankin hér fyrir neðan. Á henni reynir hann að kortleggja hversu oft Frakkar kyssast þegar þeir heilsast á förnum vegi eftir því hvar þeir búa. Algengast virðist vera að fólk þar í landi kyssist annað hvort tvisvar eða fjórum sinnum en á einhverju svæðum dugar einn koss. Á eyjunni Korsíku eru nokkur svæði þar sem fimm kossar eru normið eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan. Þess ber þó að geta að Bill Rankin tekur fram að einn Korsíkubúi hafi gert athugasemdir við kortið og sagt að hann hafi aldrei orðið var við þess háttar kossaflens á meðal eyjaskeggja.

Icelandair og WOW air fljúga allt árið til Parísar og á sumrin býður WOW air upp á ferðir til Lyon. Eins má nýta sér flug easyJet til Genfar og Basel en þær borgir eru við frönsku landamærin. Icelandair flýgur einnig til Genfar yfir sumarmánuðina.

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny