Góður julefrokost í Kaupmannahöfn

Í lok árs fjölgar ferðum Íslendinga til gömlu höfuðborgarinnar og þá koma líklega margir við á smurbrauðstofu. Þeir sem ætla í þannig reisu í ár ættu að taka frá borð fyrr en síðar því heimamenn skipuleggja sig langt fram í tímann.

 

 

 

Í lok árs fjölgar ferðum Íslendinga til gömlu höfuðborgarinnar og þá koma líklega margir við á smurbrauðstofu. Þeir sem ætla í þannig reisu í ár ættu að taka frá borð fyrr en síðar því heimamenn skipuleggja sig langt fram í tímann.

„Vitið þið afhverju hjónaskilnaðir eru svona tíðir hér í Danmörku?”, spurði kennarinn bekkinn. Þegar nemendurnir gerðu sig ekki líklega til að svara skrifaði hann svarið með stórum stöfum á töfluna. „Þetta er ástæðan”, sagði hann og benti á orðið JULEFROKOST á töflunni.

Sennilega er þetta mikil einföldun á raunveruleikanum hjá kennaranum en það verður þó ekki litið framhjá því að margir Danir sleppa fram af sér beislinu þegar vinnustaðurinn eða vinahópurinn safnast saman á aðventunni til að borða julefrokost. Gleðin endar þá stundum með leiðindum. En hvað sem þessu líður þá munu sennilega fjölmargir Íslendingar setjast að borðum á dönskum smurbrauðstofum í nóvember og desember innan um hina glöðu Dani. Þeir sem vilja vera alveg vissir um að fá pláss á góðum stað ættu að panta sem fyrst því heimamenn eru þekktir fyrir að vera tímanlega í því.

Hér eru nokkrir af þeim stöðum sem óhætt er að mæla með í Kaupmannahöfn sé stefnan sett á síld, flæskesteg og ris a la mande að hætti Dana í nóvember og desember.

Schønnemann

Það eru sennilega allir helstu matgæðingar Danmerkur sammála um að á Schønnemann við Hauser Plads er danskri matarhefð gert sérstaklega hátt undir höfði. Þess vegna bókast borðin hratt vikurnar sem hægt er að snæða julefrokost staðarins frá 7. nóvember og fram til jóla. Í ár kosta herlegheitin 438 danskar (um 9 þúsund íslenskar).

Julefrokost Schønnemann: Steikt síld í öllegi, síld í jólaákavíti, rauðspretta með remúlaði, grafinn lax, hænsnasalat, grísasulta, kálfakæfa, „flæskesteg”, brie og stilton ostar með púrtvínshnetum, ris a la mande með heitri kirsuberjasósu.

Café Sorgenfri

Á meðan flestar smurbrauðsjómfrúr stimpla sig út eftir hádegismatinn þá heldur sú á Café Sorgenfri áfram fram eftir kvöldi. Það eru því sennilega margir Íslendingar sem varið kvöldinu inn á þessum litla sjarmerandi stað í Brolæggersstræde. Þar verður auðvitað líka boðið upp á julefrokost frá morgni og fram á kvöld og kostar veislan 325 danskar á mann (um 6700 krónur).

Julefrokost Sorgenfri: Marineruð, karrí og krydduð síld, reyktur lax með eggi og aspas, fiskifillet með rækjum, lifrakæfa með sveppum, hænsnasalat, heilsteikt lund, „flæskesteg”, ostar og vínber.

FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU