Góður julefrokost í Kaupmannahöfn

Sankt Annæ

Á milli Nýhafnar og Kastellet eru nokkrir rómaðir smurbrauðsstaðir og kannski er Sankt Annæ þeirra fremstur. Þeir sem borða jólaborð ársins á þessum borgaralega veitingastað verða ekki fyrir vonbrigðum og munu alveg örugglega ekki fara út saddir jafnvel þó þeir láti Det lille julebord (395 danskar) duga.

Det lille julebord Sankt Annæ: Marineruð síld í kapers og lauk, heimalöguðu karrísíld með eplum, jólasíld hússins með appelsínu, grafinn lax, smjörsteik rauðspretta, sultaðar rauðbeður, lifrakæfa með beikoni og sætu graskeri, rifjasteik, önd með eplum og sveskjum, ostaborð og ris a la mande.

Told og Snaps

Leið margra ferðamanna í Kaupmannahöfn liggur um Nýhöfn. Í hliðargötunni Toldbodgade er Told og snaps til húsa og þar verður síldin á jólaborði ársins íslensk og reykti laxinn kemur frá frændum okkar í Færeyjum. Matseðilinn kostar 435 danskar (um 9 þúsund íslenskar)

Julemenuen: Krydduð og marineruð íslensk síld, karrísalat, færeyskur reyktur lax, rauðspretta, lifrakæfa með beikoni og sultuðum rauðbeðum, steikt mediesterpylsa með grænkáli, rifjasteik af glöðum grísum, danskur lífrænn brie, blámygluostur, rauðvínssultaðar sveskjur og ristað rúgbrauð, ris a la mande.

Kanal Caféen

Í kjallara bakvið Kristjánsborgarhöll er Kanal Cafeen til húsa. Ein þekktasta smurbrauðsstofa borgarinnar og þangað venja víst ennþá þingmenn komur sínar enda stutt fyrir þá að fara úr vinnunni. Julefrokost hússins kostar 355 danskar (um 7300 íslenskar).

Julebord: Karrísíld, jólasíld hússins, kryddsíld, rauðsprettusíld, rauðspretta, reyktur áll, rækjur með majónesi, hænsnasalat, andabringa, eplaflesk, lifrakæfa, rifjasteik, medisterpylsa, heimalöguð rauðbeðusultu, ostaborð og ris a la mande.

Einnig má mæla með Slotskælderen hos Gitte Kik og Husmans Vinstue

TILBOÐ Í KAUPMANNAHÖFN: 15% AFSLÁTTUR Á GÓÐU HÓTELI

SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN