Samfélagsmiðlar

Góður julefrokost í Kaupmannahöfn

Í lok árs fjölgar ferðum Íslendinga til gömlu höfuðborgarinnar og þá koma líklega margir við á smurbrauðstofu. Þeir sem ætla í þannig reisu í ár ættu að taka frá borð fyrr en síðar því heimamenn skipuleggja sig langt fram í tímann.

 

 

 

Í lok árs fjölgar ferðum Íslendinga til gömlu höfuðborgarinnar og þá koma líklega margir við á smurbrauðstofu. Þeir sem ætla í þannig reisu í ár ættu að taka frá borð fyrr en síðar því heimamenn skipuleggja sig langt fram í tímann.

„Vitið þið afhverju hjónaskilnaðir eru svona tíðir hér í Danmörku?”, spurði kennarinn bekkinn. Þegar nemendurnir gerðu sig ekki líklega til að svara skrifaði hann svarið með stórum stöfum á töfluna. „Þetta er ástæðan”, sagði hann og benti á orðið JULEFROKOST á töflunni.

Sennilega er þetta mikil einföldun á raunveruleikanum hjá kennaranum en það verður þó ekki litið framhjá því að margir Danir sleppa fram af sér beislinu þegar vinnustaðurinn eða vinahópurinn safnast saman á aðventunni til að borða julefrokost. Gleðin endar þá stundum með leiðindum. En hvað sem þessu líður þá munu sennilega fjölmargir Íslendingar setjast að borðum á dönskum smurbrauðstofum í nóvember og desember innan um hina glöðu Dani. Þeir sem vilja vera alveg vissir um að fá pláss á góðum stað ættu að panta sem fyrst því heimamenn eru þekktir fyrir að vera tímanlega í því.

Hér eru nokkrir af þeim stöðum sem óhætt er að mæla með í Kaupmannahöfn sé stefnan sett á síld, flæskesteg og ris a la mande að hætti Dana í nóvember og desember.

Schønnemann

Það eru sennilega allir helstu matgæðingar Danmerkur sammála um að á Schønnemann við Hauser Plads er danskri matarhefð gert sérstaklega hátt undir höfði. Þess vegna bókast borðin hratt vikurnar sem hægt er að snæða julefrokost staðarins frá 7. nóvember og fram til jóla. Í ár kosta herlegheitin 438 danskar (um 9 þúsund íslenskar).

Julefrokost Schønnemann: Steikt síld í öllegi, síld í jólaákavíti, rauðspretta með remúlaði, grafinn lax, hænsnasalat, grísasulta, kálfakæfa, „flæskesteg”, brie og stilton ostar með púrtvínshnetum, ris a la mande með heitri kirsuberjasósu.

Café Sorgenfri

Á meðan flestar smurbrauðsjómfrúr stimpla sig út eftir hádegismatinn þá heldur sú á Café Sorgenfri áfram fram eftir kvöldi. Það eru því sennilega margir Íslendingar sem varið kvöldinu inn á þessum litla sjarmerandi stað í Brolæggersstræde. Þar verður auðvitað líka boðið upp á julefrokost frá morgni og fram á kvöld og kostar veislan 325 danskar á mann (um 6700 krónur).

Julefrokost Sorgenfri: Marineruð, karrí og krydduð síld, reyktur lax með eggi og aspas, fiskifillet með rækjum, lifrakæfa með sveppum, hænsnasalat, heilsteikt lund, „flæskesteg”, ostar og vínber.

FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU

 

 

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …