London endurheimtir toppsætið á Keflavíkurflugvelli

Í september lauk sumarflugi margra erlendra flugfélaga til Íslands og áfangastöðunum fækkar í framhaldinu.

 

 

 

Í september lauk sumarflugi margra erlendra flugfélaga til Íslands og áfangastöðunum fækkar í framhaldinu.

Airberlin, Delta, German Wings og Transavia eru meðal þeirra flugfélaga sem aðeins fljúga til Íslands yfir aðalferðamannatímann. Síðustu ferðir þessara félaga til Íslands í ár voru því farnar í byrjun september. Fjöldi áætlanaferða frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði var þar af leiðandi ríflega þriðjungi minni en í ágúst samkvæmt talningu Túrista en samtals var boðið upp á áætlunarferðir til fimmtíu borga. Til margra þeirra voru ferðirnar þó sárafáar.

London á toppnum á ný

Í júlí og ágúst var Kaupmannahöfn sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavík en London er alla jafna í toppsætinu. Í september endurheimti breska höfuðborgin efsta sætið. Kaupmannahöfn fylgir fast á eftir eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan yfir þær borgir sem oftast var flogið til frá Keflavík í september.

Líkt og áður er leiguflug á vegum ferðaskrifstofa ekki tekið með í útreikninga Túrista yfir vægi áfangastaðanna í umferð um Keflavíkurflugvöll.

Vægi vinsælustu áfangastaðanna í september í brottförum talið:

  1. London: 10,9%
  2. Kaupmannahöfn: 10%
  3. New York: 7,3%
  4. Osló: 7,3%
  5. París: 6,5%
  6. Boston: 5%
  7. Stokkhólmur: 4%
  8. Amsterdam: 3,3%
  9. Frankfurt: 2,6%
  10. Seattle: 2,4%

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny