Samfélagsmiðlar

Borðað úr búri nágrannanna

Matarmarkaðir eru vinsælir áfangastaðir hjá ferðamönnum og í norrænu höfuðborgunum er mikill metnaður lagður í þessar menningarstofnanir.

 

 

Matarmarkaðir eru vinsælir áfangastaðir hjá ferðamönnum og í norrænu höfuðborgunum er mikill metnaður lagður í þessar menningarstofnanir.

Í Östermalms Saluhall koma íbúar Stokkhólms þegar þeir ætla að elda eitthvað sérstaklega gott eða fá sér góða fyllingu í hádeginu. Það er því hvert sæti skipað um miðjan dag á þessum 126 ára gamla matarmarkaði og fyrir stórhátíðir liggur við að hleypa þurfi inn í hollum. Vinsældir Saluhallen í Stokkhólmi eru þó alls ekki einsdæmi því sambærilegir markaðir eru víða taldir nauðsynlegur hluti af borgarskipulaginu. Nýlega fengu því íbúar Oslóar og Kaupmannahafnar sín hús og í Helsinki er nýlokið viðhaldi á þekktasta matarmarkaði borgarinnar.

Dönum þótti þetta dýrt

Það var hart deilt á verðlagið í Torvehallerne við Nørreport í Köben haustið 2011 þegar markaðurinn opnaði. En eftir að hópurinn stækkaði sem varð háður andasamlokunni hjá Ma Poule, pizzunum hjá Gorm og kaffinu hjá Coffee Collective þá þögnuðu óánægjuraddirnar og í dag heimsækja um 60.000 manns Torvehallerne í viku hverri. Húsin tvö sem hýsa allt góðgætið eru orðin meðal þeirra staða sem laða til sín flesta ferðamenn í Kaupmannahöfn.

Fersk blóð í Helsinki

Túristar eru líka stór hluti þeirra sem fá sér í svanginn í Vanha Kauppahalli (Gamla Saluhallen) við suðurhöfnina í Helsinki. Gengi þess markaðar hefur verið upp og niður frá stofnun hans árið 1889 en hefur blómstrað eftir að ferðaþjónusta borgarinnar fór að dafna. Vanha Kauppahalli er reyndar nýopnað eftir að hafa verið lokað í meira en eitt og hálft ár vegna viðhalds. Tíminn var líka nýttur í að endurnýja úrvalið í húsinu og nú spreyta margir ungir verslunarmenn sig þar í fyrsta skipti. Þrátt fyrir það eru markaðurinn ennþá sagður góður staður til að kynnast finnskri matarmenningu.

Styttist í lokun í Stokkhólmi

Það eru hnoðaðar kjötbollur í gríð og erg við standana í Östermalms Saluhall í Stokkhólmi og þeir sem vilja klassískan sænskan mat í höfuðborginni eru vel settir í þessari fallegu byggingu í útjaðri miðborgarinnar. Bakari hússins kann líka að búa til góða snúða og því hægt að slá margar flugur í einni heimsókn á markaðinn. Húsinu verður reyndar lokað á næsta ári því það er kominn tími á viðhald og á meðan færist starfsemin út á torgið fyrir framan.

Mysuostur og lax

Það er langt í næstu framkvæmd við Mathallen í Osló því húsið var opnað í hittifyrra í útjaðri hins líflega Grünerløkka hverfis. Í Mathallen er mikið lagt upp úr því að gestirnir borði á staðnum og því leita margir ferðamenn þangað. Í Mathallen er líka að finna allt það sem Norðmenn eru þekktir fyrir þegar kemur að mat. Nóg er af laxi, skelfiski og villibráð og auðvitað mysuosti.

Þeir sem vilja gera matarmenningu nágrannaþjóðanna skil ættu að koma við á þessum matarmörkuðum í næstu reisu. Vonandi styttist líka í að við getum boðið gestum okkar inn í þess háttar hús.

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR.KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR.LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.

 

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …