Myndar sólbakaða ferðamenn

Það getur verið notalegt að flatmaga á sólarströnd en ætli fleiri kjósi ekki að liggja undir sólhlíf í dag en fyrir nokkrum árum síðan. Hér eru nokkrar myndir af mismunandi mikið útiteknum strandferðalöngum.

 

 

 

Það getur verið notalegt að flatmaga á sólarströnd en ætli fleiri kjósi ekki að liggja undir sólhlíf í dag en fyrir nokkrum árum síðan. Hér eru nokkrar myndir af mismunandi mikið útiteknum strandferðalöngum.

Sólarlandaferðir seldust vel hér á landi í sumar og það hafa því mörg þúsund Íslendingar lagst á heitan sand í suðurhluta Evrópu undanfarið. Í vetur taka svo við Kanarí- og Flórídareisur og stór hluti þeirra sem fer í þess háttar ferðalag snýr heim með baðfatafar. Ljósmyndarinn Mario Dotti hefur gert þessari sóldýrkun okkar skil í myndasyrpu sem kallast Vistamar, eða Sjávarsýn. Hann hefur lýst myndirnar eilitið upp og hitinn á ströndinni skilar sér því beint til þess sem á þær horfir.

Fleiri myndir úr seríunni má finna hér.

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny