Í dag bætti breska flugfélagið tveimur áfangastöðum við leiðakerfi sitt hér á landi. Af fargjöldunum að dæma þá virðist vera mun meiri eftirspurn eftir öðrum þeirra.
Í dag bætti breska flugfélagið tveimur áfangastöðum við leiðakerfi sitt hér á landi. Af fargjöldunum að dæma þá virðist vera mun meiri eftirspurn eftir öðrum þeirra.
Það stefnir í að easyJet verði næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í vetur. Í dag hóf félagið að fljúga hingað þrisvar í viku frá Gatwick flugvelli í London og tvisvar í viku frá Genf í Sviss. Þar með býður easyJet upp á áætlunarflug héðan frá sjö flughöfnum og í desember bætist Belfast á N-Írlandi við.
Á 6 til 8 þúsund krónur
Þegar skoðuð eru fargjöld easyJet héðan til Gatwick og Genfar sést að í nóvember er ennþá töluvert framboð á ferðum til svissnesku borgarinnar á 6 til 8 þúsund krónur. Verðið er mun hærra ef ferðinni er heitið til Gatwick næstu vikur. Aðspurður um hvort þessi lágu fargjöld væru til marks um að eftirspurn eftir svissnesku flugleiðinni væri lítil segir Andy Cockburn, talsmaður easyJet, að kerfi flugfélagsins væri mjög einfalt, því fyrr sem fólk bókar, þeim mun ódýrari væru fargjöldin.
Út frá svari talsmannsins má því álykta að ástæðan fyrir því að farmiðar til Gefnar næstu vikur eru mun ódýrari en til Gatwick sé sú að sala á sætum til Sviss gangi ekki eins vel og til Bretlands.
Fjölga möguleikum fyrir Lundúnarbúa
Það vakti töluverða athygli þegar easyJet, stærsta lágfargjaldaflugfélag Bretlands, hóf að fljúga til Íslands snemma árs 2012. Þá voru aðeins í boði ferðir hingað frá Luton flugvelli í nágrenni við London en eins og áður segir bætast í dag við ferðir frá Gatwick flugvelli suður af höfuðborginni.
Bæði Icelandair og WOW air fljúga einnig Gatwick og þetta er í fyrsta skipti sem easyJet opnar flugleið frá erlendum flugvelli sem bæði íslensku félögin nota einnig. Andy Cockburn vill þó ekki meina að þetta geri flugleiðina á einhvern hátt öðruvísi. Hann segir það markmið easyJet að bjóða upp á fargjöld á viðráðanlegu verði, bæði fyrir ferðamenn og viðskiptaferðalanga. „Með því að hefja flug milli London Gatwick og Reykjavíkur erum við að bjóða farþegum okkar upp á annan valkost í London. Við reiknum með mikilli eftirspurn eftirspurn eftir fluginu frá Luton og Gatwick.“
SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
PARIS: PARADISPARIS – FRÁ 17ÞÚS KR. | KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR. | LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. | NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR. |