Ódýrara að dvelja í Svíþjóð

Íslenska krónan hefur styrkst undanfarin misseri og þeir sem halda til Svíþjóðar í frí fá meira fyrir krónurnar sínar þar í dag en fyrir ári síðan.

 

 

Íslenska krónan hefur styrkst undanfarin misseri og þeir sem halda til Svíþjóðar í frí fá meira fyrir krónurnar sínar þar í dag en fyrir ári síðan.

Í fyrra var október sá mánuður sem flestir Íslendingar fóru til útlanda og þá hafa líklega ófáir lagt leið sína til Stokkhólms enda flogið þangað daglega frá Keflavík. Á þessum degi í fyrra kostaði ein sænsk króna um 19 íslenskar en í dag hefur gengi þeirrar sænsku veikst um rúma tíunda gagnvart krónunni okkar. Verðlag í Svíþjóð er hins vegar stöðugt og því óhætt að fullyrða að sá sem fer til Stokkhólms á næstunni borgar nokkru minna fyrir dvölina en sá sem var á ferðinni þar fyrir ári síðan líkt og dæmi dæmin hér fyrir neðan sýna.

Pund og dollari standa í stað

Það er ekki aðeins í Svíþjóð sem íslenska krónan er orðin verðmætari því þeir sem fara í frí til Kanada og Noregs borga minna í dag en í fyrra. Evran hefur líka lækkað og danska krónan fylgir henni. Samaburðurinn við breska pundið og dollarann er hins vegar ekki eins hagstæður eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

HÓTEL: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM Í STOKKHÓLMI