Ódýrasti mánuðurinn á breskum hótelum

Ef stefnan er sett á sérstaklega ódýra helgarferð til Bretlands á næsta ári þá er mestu líkurnar á að finna ódýra hótelgistingu í haustbyrjun. 

 

 

Ef stefnan er sett á sérstaklega ódýra helgarferð til Bretlands á næsta ári þá er mestu líkurnar á að finna ódýra hótelgistingu í haustbyrjun.

Það er verður flogið allt að 59 sinnum í viku frá Keflavík til Bretlands í vetur og flugsamgöngur til annarra landa eru ekki nándar nærri eins tíðar. Þetta mikla framboð og stuttur flugtími gera það að verkum að fargjöld til Bretlands oft þau lægstu sem íslenskir túristar ná í.

Lægsta verðið í september

Þó við komumst ódýrt út þá getur gistingin kostað sitt. Þeir sem vilja reyna að halda ferðakostnaðinum í algjöru lágmarki ættu því að miða við að fara út strax í lok sumars. Niðurstöður bresku neytendasamtakanna Which? sýna nefnilega að gisting yfir föstudags- og laugardagsnótt, á hótelum í London, Birmingham, Edinborg, Cardiff og Manchester, er ódýrust í september.

Í grein Guardian er nefnt sem dæmi að nótt á Hilton hóteli í miðborg London hafi kostað 37.800 krónur í september en 52.800 krónur í mars síðastliðnum. September var ódýrasti mánuðurinn í öllum borgunum sem könnunin var framkvæmd í en allur gangur var á því hvaða tímabil væri dýrast.

SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA EIGIN VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR. KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR. LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.