Ólíklega hraðbraut í flugstöðinni

Á fjölmörgum flugvöllum er boðið upp á sérstaka vopnaleit fyrir þá sem eiga bókuð sæti á fremstu farrýmunum. Þessi þjónusta er ekki í boði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ekki útlit fyrir að svo verði á næstunni.

 

 

Á fjölmörgum flugvöllum er boðið upp á sérstaka vopnaleit fyrir þá sem eiga bókuð sæti á fremstu farrýmunum. Þessi þjónusta er ekki í boði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ekki útlit fyrir að svo verði á næstunni.

Þegar flugfarþegar komast loks í brottfararsal flugstöðva eru þeir oftar en ekki búnir að standa í biðröðum við innritunarborð og aftur í vopnaleit. Það er hægt að komast hjá þeirri fyrri með því að innrita sig á netinu og ferðast aðeins með handfarangur en við öryggishliðin þurfa allir að bíða. Alla vega á Keflavíkurflugvelli. Víða annars staðar geta þeir sem ferðast á fremstu farrýmunum farið í sérstaka vopnaleit þar sem afgreiðslutíminn er stuttur.

Flugfélögin verða að borga sjálf

Fyrir nokkrum árum síðan var boðið tímabundið upp á þess háttar öryggishlið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að ekki hafi þótt ástæða til að bjóða upp á þessa þjónustu á ný þar sem viðskiptafarþegar komi yfirleitt seinastir til innritunar þegar raðir í vopnaleit séu mjög stuttar. Miðað er við að halda biðtíma í vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli undir tíu mínútum. „Ef á hinn bóginn ljóst þætti að viðskiptavinir Keflavíkurflugvallar væru almennt reiðubúnir að greiða aukalega viðbótarflugöryggisgjald fyrir hraðbraut yrði það tekið til skoðunar,“ bætir Friðþór við.

NÝJAR GREINAR: Snobbuðustu borgir BandaríkjannaDjass og tómatar blása lífi í flugvélamat

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV. KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27 LONDON: ROCKWELL FRÁ 17 ÞÚSUND KR.