Pökkunarlisti ef hámarksþyngdin er 5 kíló

Þeir sem ætla komast hjá töskugjaldi WOW air og vilja ekki heldur greiða fyrir auka handfarangur geta ekki tekið mikið með sér í ferðalagið eins og sjá má. Nema auðvitað fólk þvoi af sér á hótelherberginu líkt og einn þekktasti tónlistarmaður landsins gerir.

 

 

 

Þeir sem ætla komast hjá töskugjaldi WOW air og vilja ekki heldur greiða fyrir auka handfarangur geta ekki tekið mikið með sér í ferðalagið eins og sjá má. Nema auðvitað fólk þvoi af sér á hótelherberginu líkt og einn þekktasti tónlistarmaður landsins gerir.

Tilboðsverð WOW air eru alla jafna með ódýrari fargjöldum sem í boði eru hér á landi. Farþegar félagsins verða hins vegar að greiða að lágmarki 3.999 krónur fyrir að innrita eina ferðatösku hvora leið. Handfarangurinn má heldur ekki vera þyngri en 5 kíló því þá bætast að minnsta kosti 1.999 krónur við líkt og Túristi greindi frá.

Léttustu töskurnar taka þriðjung af heimildinni

Það er hægt að taka með sér töluvert af klæðnaði og tækjum og halda þyngd farangursins undir fimm kílóum. Gallinn er hins vegar sá að léttustu ferðatöskurnar vega um 2 kíló. Það er því ekki mikið eftir fyrir fötin og tækin ef markmiðið er að komast um borð hjá WOW án þess að borga aukalega.

Túristi bað forsvarsmenn A4, Drangeyjar og Pennans um upplýsingar um léttustu ferðatöskurnar sem þessi fyrirtæki hafa á boðstólum og eins og sjá má hér fyrir neðan þá eru þær léttustu 1,6 kíló.

Klæðnaður eða tæki?

Af þeim sem fara til útlanda yfir vetrartímann þá eru sennilega flestir á leið í styttri ferðir. Fólk þarf þá kannski ekki að taka svo mikið með sér í ferðalagið. Eins og sést á listanum hér fyrir neðan þá geta þeir sem pakka litlu í fislétta tösku komist hjá aukagjöldum WOW air, t.d. með því að láta eitt skópar duga eða sleppa tölvunni. Kaupglaðir ferðalangar komast þó ólíklega hjá því að kaupa auka farangursheimild.

Svo er líka hægt að fara sömu leið og Mugison sem segist þvo af sér á hótelinu og pakki því aldrei aukafötum.

5 kíló (5000 grömm) af fötum, snyrtivörum, tækjum og bókum fyrir stutta ferð til útlanda:

SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU ÚT UM ALLAN HEIM

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR. KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR. LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.