Isavia efnir til samkeppni um uppbyggingu flugvallarina í Keflavík en tekið verður tillit til niðurstöðu stýrihópsins sem vinnur að framtíðarskipulagi innanlandsflugs.
Isavia efnir til samkeppni um uppbyggingu flugvallarins í Keflavík en tekið verður tillit til niðurstöðu stýrihópsins sem vinnur að framtíðarskipulagi innanlandsflugs.
Í byrjun sumars var lokið við endurbætur á innritunarsal og töskuflokkunarkerfi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og brátt verða gerðar miklar breytingar á fríhafnarsvæðinu í brottfararsalnum. Það er því reglulega ráðist í stórar framkvæmdir í flugstöðinni en Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, gagnrýndi nýverið, í viðtali við Viðskiptablaðið, þessa forgangsröðun og sagði félagið bíða eftir því að brottfararhliðum Keflavíkurflugvallar yrði fjölgað. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur sagt flugstöðvarbygginguna of litla og viðrað hugmyndir um sérstaka flugstöð fyrir lággjaldaflugfélög á gamla varnarsvæðinu í Keflavík.
Ný skipulagsdrög kynnt í júní
Forsvarsmenn Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, ætla núna að efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um uppbyggingu flugvallarins fyrir næsta aldarfjórðung. Niðurstöðurnar verða kynntar í byrjun sumars en aðeins fyrirtæki með reynslu af sambærilegum verkefnum geta tekið þátt í samkeppninni.
Niðurstöður nefndarinnar nýttar ef þurfa þykir
Aðspurður um hvort ekki hefði verið eðlilegt að bíða með þetta verkefni þar til að nefnd um framtíð innanlandsflugs lýkur störfum segir Pálmi Freyr Randversson, verkefnisstjóri hjá Isavia, að vinna við skipulagið sé langt ferli og að það verði örugglega tekið tillit til niðurstaðna stýrihópsins ef þær hafa áhrif á framtíðarskipulag Keflavíkurflugvallar. Hann segir að niðurstöðurnar verði lagðar til grundvallar fyrir væntanlega hönnuði ef þurfa þykir.
Sérfræðihópur um framtíð innanlandsflugs í Reykjavík, Rögnunefndin svokallaða, á að ljúka störfum um áramótin.
NÝJAR GREINAR: 34 ferðir á 10 til 18 þúsund krónur fram til áramóta
TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:
![]() |
![]() |
![]() |
BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV. | KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27 | FRANKFURT: 25HOURS FRÁ 13.000 KR. |