Segja flötum flugvélabjór stríð á hendur

Vinsælasti bruggari Danmerkur hefur útbúið sérstakan bjór fyrir stærsta flugfélag Skandinavíu.

 

 

 

Vinsælasti bruggari Danmerkur hefur útbúið sérstakan bjór fyrir stærsta flugfélag Skandinavíu.

Metnaðarfullir bareigendur bjóða upp á eitthvað meira en hefðbundna lagerbjóra enda hefur bjórneysla breyst mikið síðustu ár. Fleiri kjósa bragðmeira öl og gjarnan það sem er framleitt af minni brugghúsum. Forsvarsmenn skandinavíska flugfélagsins SAS hafa áttað sig á þessari breyttu þörf farþega sinna og bjóða nú upp á sinn eigin Mikkeller bjór um borð. En Mikkeller er líklega virtasta brugghús Dana um þessar mundir og margverðlaunað út um allan heim.

Ekki flatur eins og hinir

Nýi bjórinn var fyrst í boði nú í haust og í tilkynningu frá Mikkeller segir að SAS-bjórinn „…freyði meira en iðnaðarpilsnerinn geri“ og það sé ein helsta ástæða þess að farþegarnir hafi tekið Mikkeller Sky-high Wit svona vel. Þann 1. nóvember kemur svo ný tegund, Sky-hig Red, um borð í vélar SAS.

Enn sem komið er þá er nýja ölið aðeins fáanlegt á viðskiptafarrýminu í þeim vélum SAS sem fljúga lengri leiðir. Frsvarsmenn Mikkeller segja hins vegar að það sé markmið þeirra að auka framleiðslugetuna það mikið að allir farþegar, hvar sem þeir sitja í vélum SAS, geti fengið góðan bjór að hætti Mikkeller.

NÝJAR GREINAR: 13 ódýr fargjöld í október, 14-24þúsund kr.Djass og tómatar blása lífi í flugvélamat

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV. KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27 LONDON: ROCKWELL FRÁ 17 ÞÚSUND KR.