Snobbuðustu borgirnar í Bandaríkjunum

Lesendur eins útbreiddasta ferðaritsins vestanhafs hafa sett saman lista yfir þær borgir í Bandaríkjunum þar sem helst rignir upp í nefið á íbúunum.

 

 

 

Lesendur eins útbreiddasta ferðaritsins vestanhafs hafa sett saman lista yfir þær tuttugu borgir í Bandaríkjunum þar sem helst rignir upp í nefið á íbúunum.

Sex af þeim níu bandarísku borgum sem flogið er til frá Keflavík komast á lista Travel+Leisure yfir snobbuðustu borgir landsins.

Stóra eplið er í fyrsta sæti og segir í umsögn blaðsins að það komi ekki á óvart því borgin laði til sín fólk sem er á toppnum á sínu sviði. Íbúar Miami eru sagðir sérstaklega laglegir og meðvitaðir um það og öll gáfnaljósin í Boston koma þeirri borg í fimmta sætið. Opnun nokkurra fimm stjörnu hótel í Orlando er svo sögð ástæða þess að íbúar þess bæjar eru orðnir roggnari með sig en áður.

20 snobbuðustu borgir Bandaríkjanna skv. lesendum Travel+Leisure:

 1. New York
 2. Miami
 3. Los Angeles
 4. Washington D.C.
 5. Boston
 6. Tampa
 7. Dallas
 8. San Francisco
 9. Salt Lake City
 10. Providence
 11. Atlanta
 12. Kansas City
 13. Las Vegas
 14. Charleston
 15. Phoenix
 16. San Diego
 17. Chicago
 18. Houston
 19. Seattle
 20. Orlando

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV. KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27 LONDON: ROCKWELL FRÁ 17 ÞÚSUND KR.