Sólarlandaferðir til Mallorca í boði á ný

Um áratugaskeið voru Mallorca ferðir fastur liður á dagskrá ferðaskrifstofa hér á landi. Síðustu ár hefur spænska eyjan verið útundan en í sumar ætlar ferðaskrifstofan VITA að bjóða upp á reglulegar ferðir til Mallorca. 

 

 

Um áratugaskeið voru Mallorca ferðir fastur liður á dagskrá ferðaskrifstofa hér á landi. Síðustu ár hefur spænska eyjan verið útundan en í sumar ætlar VITA að bjóða upp á reglulegar ferðir til Mallorca.

Það eru sennilega ófáir hér á landi sem tóku sín fyrstu spor í útlöndum á flugbraut á Mallorca. Sólarlandareisur til spænsku eyjunnar nutu nefnilega gífurlegra vinsælda meðal Íslendinga og sérstaklega hjá barnafjölskyldum. Síðustu ár hefur úrval af ferðum þangað verið takmarkað.

Vilja endurnýja kynnin við eyjuna

Á því verður breyting á næsta ári þar sem ferðaskrifstofan VITA ætlar að bjóða upp á vikulegar ferðir til Mallorca allt sumarið. Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá VITA, segir að við hrunið hafi forsendur breyst, áfangastöðum fækkaði og þá datt Mallorca út. „Kúnnarnir okkar hafa spurt oft og mikið um Mallorca og þá langar að endurnýja kynnin við uppáhaldshótelið sitt eða ströndina. Margir hafa farið í frí á sama stað undanfarin 4 til 5 ár, þar sem fáir sólarstaðir hafa verði í boði, en nú vill fólk breyta til.“

Áhersla á afþreyingu fyrir börn

Það hefur verið talað um að verðlagið á Mallorca sé nokkuð hátt í samanburði við marga aðra þekkta sólarlandastaði. Guðrún segir að hóteli hafi þótt dýr á eyjunni en bendir á að standardinn sé hár. „Hins vegar bjóðum við fjölbreytta flóru gististaða, allt frá ódýrum íbúðum upp í lúxushótel og leggjum líka mikla áherslu á hótel sem bjóða afþreyingu fyrir barnafjölskyldur þar sem það er nokkuð sem fólk gerir kröfu um í dag.“

Palma í uppáhaldi

Aðspurð um sinn uppáhaldsstað á Mallorca nefnir Guðrún höfuðborgina Palma. „Þess vegna myndi ég búa á Playa de Palma. Nota ströndina þar og þegar komið er nóg af sólbaðinu færi ég inn í borgina og myndi rápa um göturnar. Setjast svo á tapasbar, notalegan gangstéttarbar eða borða fisk við höfnina. Eins má kíkja í verslanir sem eru flottar í Palma.“

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR. KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR. LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.