Samfélagsmiðlar

Mismunandi takmarkanir á handfarangri

Forsvarsmenn WOW air krefjast nú sérstaks gjalds ef handfarangur farþeganna er þyngri en fimm kíló. En hvernig takmarka önnur lággjaldaflugfélög handfarangurinn?

 

 

 

Forsvarsmenn WOW air krefjast nú sérstaks gjalds ef handfarangur farþeganna er þyngri en fimm kíló. En hvernig takmarka önnur lággjaldaflugfélög handfarangurinn?

Langflest lágfargjaldaflugfélög rukka farþega fyrir innritaðan farangur og sjö af þeim flugfélögum sem flugu frá Keflavík í sumar eru með þess háttar gjald.

Ekkert þeirra takmarkar þó handfarangursheimildina við 5 kíló líkt og WOW air gerir nú eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Hjá easyJet er til að mynda engin hámarksþyngd en ef ekkert pláss er laust í farþegarýminu þá eru stærstu töskurnar fluttar niður í lestina farþegum að kostnaðarlausu. Farþegar sem vilja vera alveg vissir um að taskan þeirra fái að vera inn í farangursrýminu hjá easyJet verða að passa að samanlögð lengd, breidd og hæð hennar sé ekki meira en 110 cm í stað 126 cm áður. Sum flugfélög takmarka fjölda taska við eina og telst þá fríhafnarpoki sem taska. Hjá WOW air og easyJet mega farþegar hins vegar koma aukalega með vörur sem eru keyptar í fríhöfn um borð. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hverjar takmarkanir lággjaldaflugfélaganna eru varðandi handfarangur en þau eru í flestum tilfellum svipuð og hjá öðrum flugfélögum. Markið er t.d. 10 kg. hjá Icelandair og 8 kg. hjá SAS.

Takmarkanir lágfargjaldaflugfélaganna í Keflavík á handfarangri:

FlugfélagHámarksþyngd handfarangursFjöldi hluta
easyJetEngin hámarksþyngdEin taska auk fríhafnarpoka.
Flybe10 kgAðeins ein taska eða poki.
German Wings8 kgAðeins ein taska eða poki.
Norwegian10 kgEinn lítil aukataska eða poki
Vueling10 kgAðeins ein taska eða poki.
WOW air5 kgEin taska auk fríhafnarpoka.

Fleiri farþegar eftir að reglur voru rýmkaðar

Hjá Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélagi Evrópu, var lengi vel fylgst vel með því að hver farþegi færi aðeins um borð með eina tösku. Fríhafnarpokar eða jafnvel tímarit voru talin sem aukahlutur sem borga þurfti undir. Í sumar slökuðu stjórnendur félagsins á þessum reglum og leyfa nú farþegunum að taka aukalega eina litla tösku eða poka. Sú ákvörðun virðist hafa skilað árangri því sætanýting félagsins var mun meiri í sumar en á sama tíma í fyrra. Haft var eftir Michael O´Leary, forstjóri félagsins, að hann hefði fyrir löngu breytt þessum reglum ef hann hefði vitað að undirtektirnar yrðu svona góðar.

Vildu að ESB bannaði handfarangursgjöld

Í fyrra hófu forsvarsmenn ungverska lágfargjaldfélagsins Wizz að rukka tíu evrur, um 1.500 krónur, fyrir handfarangur. Fyrirmyndin er hið bandaríska Spirit air en þar verða farþegar að borga um 4200 krónur fyrir allan handfarangur sem ekki kemst undir sætin. Þingmenn á Evrópuþinginu reyndu að fá sambandið til að banna þess háttar gjaldtöku en ekkert varð úr því.

NÝJAR GREINAR: Kostar minna að taka frá bílaleigubíl34 ferðir á 10 til 18 þúsund krónur fram til áramóta
TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV.KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27FRANKFURT: 25HOURS FRÁ 13.000 KR.

 

Nýtt efni
MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …