Samfélagsmiðlar

Mismunandi takmarkanir á handfarangri

Forsvarsmenn WOW air krefjast nú sérstaks gjalds ef handfarangur farþeganna er þyngri en fimm kíló. En hvernig takmarka önnur lággjaldaflugfélög handfarangurinn?

 

 

 

Forsvarsmenn WOW air krefjast nú sérstaks gjalds ef handfarangur farþeganna er þyngri en fimm kíló. En hvernig takmarka önnur lággjaldaflugfélög handfarangurinn?

Langflest lágfargjaldaflugfélög rukka farþega fyrir innritaðan farangur og sjö af þeim flugfélögum sem flugu frá Keflavík í sumar eru með þess háttar gjald.

Ekkert þeirra takmarkar þó handfarangursheimildina við 5 kíló líkt og WOW air gerir nú eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Hjá easyJet er til að mynda engin hámarksþyngd en ef ekkert pláss er laust í farþegarýminu þá eru stærstu töskurnar fluttar niður í lestina farþegum að kostnaðarlausu. Farþegar sem vilja vera alveg vissir um að taskan þeirra fái að vera inn í farangursrýminu hjá easyJet verða að passa að samanlögð lengd, breidd og hæð hennar sé ekki meira en 110 cm í stað 126 cm áður. Sum flugfélög takmarka fjölda taska við eina og telst þá fríhafnarpoki sem taska. Hjá WOW air og easyJet mega farþegar hins vegar koma aukalega með vörur sem eru keyptar í fríhöfn um borð. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hverjar takmarkanir lággjaldaflugfélaganna eru varðandi handfarangur en þau eru í flestum tilfellum svipuð og hjá öðrum flugfélögum. Markið er t.d. 10 kg. hjá Icelandair og 8 kg. hjá SAS.

Takmarkanir lágfargjaldaflugfélaganna í Keflavík á handfarangri:

FlugfélagHámarksþyngd handfarangursFjöldi hluta
easyJetEngin hámarksþyngdEin taska auk fríhafnarpoka.
Flybe10 kgAðeins ein taska eða poki.
German Wings8 kgAðeins ein taska eða poki.
Norwegian10 kgEinn lítil aukataska eða poki
Vueling10 kgAðeins ein taska eða poki.
WOW air5 kgEin taska auk fríhafnarpoka.

Fleiri farþegar eftir að reglur voru rýmkaðar

Hjá Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélagi Evrópu, var lengi vel fylgst vel með því að hver farþegi færi aðeins um borð með eina tösku. Fríhafnarpokar eða jafnvel tímarit voru talin sem aukahlutur sem borga þurfti undir. Í sumar slökuðu stjórnendur félagsins á þessum reglum og leyfa nú farþegunum að taka aukalega eina litla tösku eða poka. Sú ákvörðun virðist hafa skilað árangri því sætanýting félagsins var mun meiri í sumar en á sama tíma í fyrra. Haft var eftir Michael O´Leary, forstjóri félagsins, að hann hefði fyrir löngu breytt þessum reglum ef hann hefði vitað að undirtektirnar yrðu svona góðar.

Vildu að ESB bannaði handfarangursgjöld

Í fyrra hófu forsvarsmenn ungverska lágfargjaldfélagsins Wizz að rukka tíu evrur, um 1.500 krónur, fyrir handfarangur. Fyrirmyndin er hið bandaríska Spirit air en þar verða farþegar að borga um 4200 krónur fyrir allan handfarangur sem ekki kemst undir sætin. Þingmenn á Evrópuþinginu reyndu að fá sambandið til að banna þess háttar gjaldtöku en ekkert varð úr því.

NÝJAR GREINAR: Kostar minna að taka frá bílaleigubíl34 ferðir á 10 til 18 þúsund krónur fram til áramóta
TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV.KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27FRANKFURT: 25HOURS FRÁ 13.000 KR.

 

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …