Til þessara borga var oftast flogið í ágúst

Það voru farnar áætlunarferðir til 51 borgar frá Keflavíkurflugvelli í ágúst. Sem fyrr er umferðin mest til höfuðborga Bretlands og Kaupmannahafnar.

 

 

 

Það voru farnar áætlunarferðir til 51 borgar frá Keflavíkurflugvelli í ágúst. Sem fyrr er umferðin mest til höfuðborga Bretlands og Kaupmannahafnar.

Yfir aðalferðamannatímann nær framboð á millilandaflugi héðan hámarki. Í sumar hafa farþegar á Keflavíkurflugvelli til að mynda getað flogið beint til meira en fimmtíu borga. Það er nærri tvöfalt meira úrval en okkur stóð til boða í byrjun árs.

Breytingar í haust

Líkt og í júlí þá var Kaupmannahöfn sú borg sem oftast var flogið til í síðasta mánuði. Voru ferðirnar þangað aðeins fleiri en til London og Parísar. Þessi hlutföll munu hins vegar breytast í haust og í vetur þegar ferðunum til London fjölgar en fækkar til hinna borganna. Síðastliðinn vetur lét stundum nærri að fjórða hver vél sem tók á loft í Keflavík tæki stefnuna á höfuðborg Breta og útlit fyrir að svo verði einnig seinnihluta þessa árs.

Delta fer í vetrarfrí

Í sumar hefur flugfélagið Delta flogið allt að daglega hingað frá New York. Með tilkomu félagsins jókst framboð á ferðum héðan til bandarísku borgarinnar um nærri 40 prósent. Þar með er New York einn þeirra staða sem oftast er flogið til frá Keflavík eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Líkt og áður er leiguflug á vegum ferðaskrifstofa ekki tekið með í útreikninga Túrista yfir vægi áfangastaðanna í umferð um Keflavíkurflugvöll.

Vægi vinsælustu áfangastaðanna í ágúst í brottförum talið:

  1. Kaupmannahöfn: 8,7%
  2. London: 8,3%
  3. París: 7,3%
  4. New York: 6,4%
  5. Osló: 5,6%
  6. Boston: 5,1%
  7. Amsterdam: 4,3%
  8. Stokkhólmur: 3,7%
  9. Berlín: 3,2%
  10. Frankfurt: 2,6%

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny