Um 700 vegabréf á mánuði afgreidd með hraði

Nærri sjöunda hvert vegabréf sem Þjóðskrá afgreiðir er gefið út í skyndi en þess háttar kostar um tvöfalt meira en hefðbundin umsókn. Tekjur ríkisins af þessari útgáfu eru umtalsverðar.

 

 

 

Nærri sjöunda hvert vegabréf sem Þjóðskrá afgreiðir er gefið út í skyndi en þess háttar kostar um tvöfalt meira en hefðbundin umsókn. Tekjur ríkisins af þessari útgáfu eru umtalsverðar.

Það voru útbúin 62.053 íslensk vegabréf á síðasta ári og þar af voru 8.250 afgreidd í hraðafgreiðslu samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Hlutfall þeirra vegabréfa sem gefin eru út í skyndi er því um þrettán prósent sem er álíka og árin á undan. Yfir sumarmánuðina þrjá hækkar hlutfallið hins vegar nokkuð og þá lætur nærri að fjórðungur vegabréfa sé afgreiddur með hraði.

Dýrt að gleyma sér

Á síðasta ári var gildistími íslenskra vegabréf lengdur úr fimm árum í tíu. Þar með komast íslenskir túristar hjá því að endurnýja passann eins oft og áður. Börn yngri en 18 ára þurfa þó að fá nýtt vegabréf á fimm ára fresti.

Um áramótin hækkaði verðið á bréfunum um fjórðung. Fullorðnir greiða í dag 10.250 krónur en börn, aldraðir og öryrkjar 4.650 krónur. Vegabréf sem gefið er út í hraðafgreiðslu kostar hins vegar 20.250 krónur fyrir þá sem eru 18 til 66 ára en 9.150 kr. fyrir hinn hópinn. Fullorðinn ferðalangur borgar því aukalega tíu þúsund krónur fyrir skyndiútgáfuna. Framleiðslutími vegabréfa er ein vika og þeir sem eru tímanlega í því geta sparað sér umtalsverðar upphæðir.

Háar aukatekjur

Ef við gefum okkur að tveir þriðju hlutar þeirra vegabréfa sem gefin eru út í skyndi séu fyrir fullorðna en þriðjungur sé fyrir börn og aldraða þá eru tekjur ríkisins af hraðútgáfu vegabréfa nærri sjötíu milljónir á ári.

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny