Verðið lækkar á bílaleigum Orlando

Það borgar sig ekki alltaf að ganga frá pöntunum á bílaleigubílum með löngum fyrirvara.

 

 

Verðskrár bílaleiganna í Flórída eru nær óbreyttar á milli ára, alla vega í krónum talið.

Það getur verið tímafrekt að skipuleggja ferðalög til útlanda og ein helsta ástæðan fyrir því eru hinar síbreytilegu verðskrár flugfélaga, hótela og bílaleiga. Það er nefnilega alls ekki þannig að þeir sem bóka fyrstir fái hagstæðasta verðið og stundum hríðlækkar prísinn rétt fyrir brottför.

Bíllinn fjórðungi ódýrari

Túristi fylgist reglulega með verðlagi í ferðageiranum og í lok ágúst könnuðum hvað það kostaði að bóka bíl í lok október og í byrjun febrúar við Sanford flugvöll, heimahöfn Icelandair í Flórída. Í dag endurtókum við leikinn og þá kemur í ljós að bílarnir í lok þessa mánaðar kosta nærri því það sama og í lok sumars og verðið í febrúar eru mun lægra eins og sjá má hér fyrir neðan.

Sem fyrr er leitarvél Rentalcars, samstarfsaðili Túrista notuð til að bera saman verðin.

Verð á bílaleigubílum við Sanford flugvöll í Orlandó 31. okt. til 8.nóv.:

Meðalstór bíll (Intermediate)
Verð í dag
Verð 24.ágúst Verðbreyting
31.október til 8. nóvember 28.707 kr. 28.174 kr. +2%
6. til 14. febrúar 38.865 kr. 39.622 kr. +2%
Stór bíll (Mini-Van)
Verð í dag
Verð 24.ágúst Verðbreyting
31.október til 8. nóvember 29.129 kr. 52.618 kr. -12%
6. til 14. febrúar 33.147 kr. 40.118 kr. -24%

 

SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM

 

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV. KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27 LONDON: ROCKWELL FRÁ 17 ÞÚSUND KR.