Nú rukkar WOW air fyrir handfarangur sem er þyngri en 5 kíló

Þeir farþegar WOW air sem ferðast með lítinn farangur hafa hingað til komist hjá sérstöku töskugjaldi en varla mikið lengur. Um mánaðarmótin hækkuðu gjöldin og hámarksþyngdin lækkaði um helming. 

Þeir farþegar WOW air sem ferðast með lítinn farangur hafa hingað til komist hjá sérstöku töskugjaldi en varla mikið lengur. Um mánaðarmótin hækkuðu gjöldin og hámarksþyngdin lækkaði um helming.

Fyrir ári síðan rýmkuðu forsvarsmenn WOW air reglurnar um handfarangur og hækkuðu hámarksþyngdina úr átta í tíu kíló. Þá sagði upplýsingafulltrúi félagsins að ekki stæði til að rukka fyrir handfarangur.

Þann 1. október var reglunum hins vegar breytt og nú mega farþegar WOW air aðeins taka með sér handfarangurstöskur sem vega í mesta lagi 5 kíló. Kaupa þarf auka handfarangursheimild ef taskan er þyngri en hún má í mesta lagi vera 12 kíló eins og sjá má hér til hliðar. Gjaldið er 1.999 krónur ef flugtíminn er skemmri en fjórir tímar en annars er það 2.999 krónur. Þó aðeins ef heimildin er bókuð á netinu. Sá sem greiðir fyrir handfarangurinn á flugvellinum borgar 3.999 til 8.399 krónur fyrir hvern fluglegg samkvæmt gjaldskrá félagsins. Samkvæmt athugun Túrista takmarkar ekkert annað flugfélag á Keflavíkurflugvelli þyngd handfarangurs við fimm kíló. Í flestum tilfellum er hámarkið 10 kg.

Áfram má taka með sér fríhafnarpoka um borð án þess að greiða sérstaklega fyrir samkvæmt því sem segir á heimasíðu WOW air. Þar kemur einnig fram að farþegar sem keyptu farmiða fyrir síðustu mánaðarmót megi hafa með sér eina tösku í handfarangri að hámarki 10 kíló án þess að greiða þetta nýja aukagjald.

Innritaður farangur hækkar einnig

Líkt og Túristi greindi frá þá hækkaði þóknun WOW air fyrir innritaðan farangur úr 3.495 krónum í 3.999 krónur í lok sumars. Núna hefur gjaldið í lengri flugferðum verið hækkað upp í 4.999 krónur. Það á við um flug til Alicante, Barcelona, Mílanó, Róm, Salzburg og Vilníus. Farþegi sem innritar eina ferðatösku í flug til Spánar og tilbaka borgar því nærri tíu þúsund krónur aukalega.

NÝJAR GREINAR: Kostar minna að taka frá bílaleigubíl34 ferðir á 10 til 18 þúsund krónur fram til áramóta
TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV. KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27 FRANKFURT: 25HOURS FRÁ 13.000 KR.