Vinsælustu ferðamannastaðirnir

Skemmtigarðar Disney eru áberandi á listanum yfir þá tuttugu staði sem ferðamenn venja helst komur sínar.

 

 

Skemmtigarðar Disney eru áberandi á listanum yfir þá tuttugu staði sem ferðamenn venja helst komur sínar.

Það er ekki hlaupið að því að taka saman lista yfir þá ferðamannastaði sem laða til sín flesta gesti. Sérstaklega getur verið erfitt að finna réttu töluna þegar ekki eru seldir aðgöngumiðar og sjaldnast er hægt að greina á milli heimamanna og túrista.

Ritstjórn bandaríska ferðaritsins Travel+Leisure hefur engu að síður gert tilraun til að útbúa lista yfir vinsælustu ferðamannastaðina. Stuðst var við opinberar tölur um heimsóknafjölda á síðasta ári og eins og sjá má á listanum eru sumir staðir með nokkuð nákvæmar upplýsingar en hjá öðrum er námundað að næstu milljón. Aðeins kennileiti, menningarmiðstöðvar, sögufrægir staðir og sérhönnuð svæði koma til greina. Verslunarmiðstöðvar, baðstrendur, brýr og staðir sem aðeins laða sín pílagríma voru ekki teknir með.

20 vinsælustu ferðamannastaðirnir og fjöldi gesta árið 2013:

 1. Kapalıçarşı markaðurinn (Grand Bazaar), Istanbúl: 91.250.000
 2. Zócalo, Mexíkó borg: 85.000.000
 3. Times Square, New York: 50.000.000
 4. Central Park, New York: 40.000.000
 5. Union Station, Washington DC: 40.000.000
 6. Las Vegas Strip, Las Vegas: 30.350.000
 7. Meiji Jinju, Tókýó: 30.000.000
 8. Sensoji hofið, Tókýó: 30.000.000
 9. Niagara fossarnir: 22.000.000
 10. Grand Central, New York: 20.000.000
 11. Basilika María mey frá Guadalupe, Mexíkó borg: 20.000.000
 12. Disney World Magic Kingdom, Orlandó: 18.588.000
 13. Faneuil markaðurinn, Boston: 18.000.000
 14. Disney í Tókýó: 17.214.000
 15. Disneyland Park, Anaheim: 16.202.000
 16. Forboðna borgin, Peking: 15.340.000
 17. Golden Gate svæðið, San Francisco: 14.289.000
 18. Disney Sea í Tókýó: 14.089.000
 19. Notre Dame, París: 14.000.000
 20. Golden Gate garðurinn, San Francisco: 13.000.000