Aðeins október 2007 slær út október í ár

Það flugu ríflega þúsund fleiri íslenskir farþegar frá landinu í október en í júlí. Haustferðir til útlanda eru ekki síður vinsælar en sumarferðirnar meðal íslenskra túrista.

 

 

Það flugu ríflega þúsund fleiri íslenskir farþegar frá landinu í október en í júlí. Haustferðir til útlanda eru ekki síður vinsælar en sumarferðirnar meðal íslenskra túrista.

Í október innrituðu 40.762 Íslendingar sig í flug á Keflavíkurflugvelli samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna októbermánuð þar sem fleiri Íslendingar voru á ferðinni í útlöndum.

Í fyrra var október sá mánuður ársins sem flestir Íslendingar ferðuðust til annarra landa og það var í fyrsta skipta sem einn af sumarmánuðunum var ekki sá vinsælasti.

Fleiri kjósa haustferðir

Í ár nýttu um fjögur hundruð fleiri Íslendingar júní til utanlandsferða en október. Í júlí og ágúst voru íslenskir flugfarþegar í Keflavík hins vegar mun færri en í síðasta mánuði og reyndar var það svo að samtals fóru 78.172 Íslendingar út í september og október en þeir voru 76.458 í júlí og ágúst. Haustmánuðirnir tveir voru líka vinsælli í fyrra en árin á undan voru ávallt fleiri Íslendingar í útlöndum í júlí og ágúst en íseptember og október.

Utanlandsferðir á haustin njóta því orðið mun meiri vinsælda meðal íslenskra túrista.