Ætlar Amazon að selja hótelherbergi?

Netverslunarrisinn Amazon hyggst hugsanlega færa út kvíarnar og selja ferðamönnum húsaskjól en þó ekki hjá stórum hótelkeðjum. MEIRA

 

 

 

Netverslunarrisinn Amazon hyggst hugsanlega færa út kvíarnar og selja ferðamönnum húsaskjól en þó ekki hjá stórum hótelkeðjum.

Það eru nær óteljandi vefsíður sem bjóða upp á bókanir á hótelherbergjum og nú eru forsvarsmenn Amazon sagðir ætla að blanda sér í baráttuna. Fyrst um sinn mun Amazon aðeins bjóða upp á gistingu í vinsælum stórborgum og eingöngu á hótelum sem eru í einkaeigu eða ekki hluti að alþjóðlegum keðjum. Það verður því ekki Marriot og Hilton hótel til sölu á einni stærstu netverslun heims. Talið er að Amazon muni hleypa þessari nýju þjónustu af stokkunum í byrjun næsta árs.

Booking.com með sterka stöðu á Íslandi

Samkvæmt frétt Skift hafa útsendarar Amazon nú þegar hafist handa við að bjóða hótelum þjónustu sína og er talið að margir hótelstjórar fagni því að stórfyrirtæki eins og Amazon ætli að reyna að veita aðilum eins og Booking.com og Expedia samkeppni. Þessi tvö fyrirtæki og dótturfélög þeirra hafa náð mjög sterkri stöðu víða um heim og til að mynda eru þrjú umsvifamestu flugfélögin hér á landi í samstarfi við Booking.com og leitarvélin Dohop líka. Íslenskir ferðalangar sem leita að gistingu á heimasíðum easyJet, Icelandair, WOW air og Dohop fá því í öllum tilvikum sömu verð.