Samfélagsmiðlar

EFTA úrskurðar í deilu flugfélaganna í desember

Vega íslensk samkeppnislög þyngra en evrópskar reglur um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum? Svarið fæst 10. desember.

 

 

 

Vega íslensk samkeppnislög þyngra en evrópskar reglur um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum? Svarið fæst 10. desember.

Fyrir rúmu ári síðan fór Samkeppniseftirlitið fram á það við Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, að WOW air fengi tvo af brottfarartímunum sem Icelandair nýtir fyrir flug til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn Isavia áfrýjuðu niðurstöðunni og töldu að þeim væri óheimilt að grípa inn í með þeim hætti sem Samkeppniseftirlitið krafðist þar sem úthlutun afgreiðslutíma færi eftir alþjóðlegum reglum.

Síðan þá hefur málið farið fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnsimála, héraðsdóm og Hæstarétt en er núna á borði EFTA-dómstólsins. Verkefni dómstólsins í Lúxemburg er að skera úr um hvort íslenskar samkeppnisreglur eða evrópskar reglur um úthlutun brottfarartíma vegi þyngra. Niðurstaða EFTA-dómstólsins verður kynnt 10. desember.

Mikil áhrif á sumaráætlun næsta árs

Ef EFTA dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að evrópskar reglur eigi að víkja fyrir íslenskum samkeppnisreglum þá gæti farið svo að Icelandair yrði að gefa eftir sín pláss til WOW air líkt og Samkeppniseftirlitið fór fram á fyrir ári síðan. Í framhaldinu yrði að breyta að hluta flugáætlun beggja félaga á næsta ári. Niðurstaða EFTA-dómstólsins gæti því haft mikil áhrif á rekstur Icelandair og WOW air.

Segja Ísland ekki getað verið með sérreglur

Í dag er það danskt fyrirtæki sem sér um skipulagningu á afgreiðslutímum á íslenskum flugvöllum. Framkvæmdastjóri þess, Frank Holton, sagði í viðtali við Túrista að tímum sé úthlutað samkvæmt reglum IATA, alþjóðlegra samtaka flugfélaga og Evrópusambandsins. Þar komi meðal annars fram að ekki megi taka afgreiðslutíma af flugfélagi til að hleypa nýjum aðila að. Frank Holton segir að Ísland sé aðili að þessum samningi og samkeppnisyfirvöld í einu landi geti ekki úrskurðað þvert á efni samkomulagsins. Forsvarsmenn IATA eru á svipuðum nótum í svari sínu til Túrista og benda á að flugfélög eigi hefðarrétt á afgreiðslutímum en ef nýtingin fari undir 80 prósent þá missi flugfélög viðkomandi tíma og þeim sé úthlutað á ný. Icelandair fullnýtir í dag sína tíma og ætti samkvæmt þessu ekki að þurfa að gefa eftir sína tíma nema að EFTA dómstóllinn taki undir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Niðurstaðan í því máli verður kynnt í desember.

Talsmenn Icelandair og WOW air hafa ekki viljað tjá sig um málið þegar eftir því hefur verið óskað.

 

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …