Samfélagsmiðlar

Fara ferðamenn á mis við fréttir af gosmengun?

Það er ekki ólíklegt að margir ferðamenn hér á landi hafi verið með óbragð í munninum síðustu vikur en ekki vitað afhverju. Það er nefnilega ekki hlaupið að því að láta alla vita af gosmengunni sem heimamenn lesa um í fjölmiðlum alla daga.

 

 

Það er ekki ólíklegt að síðustu vikur hafi margir erlendir ferðamenn hér á landi hafi verið með óbragð í munninum og ónot í hálsinum en ekki vitað afhverju. Það er nefnilega ekki hlaupið að því að láta alla túrista vita af gosmenguninni sem heimamenn lesa um í fjölmiðlum alla daga.

Vegna mengunarinnar frá Holuhrauni hefur börnum verið haldið inni, fullorðnir varaðir við að reyna á sig utandyra og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er talið finna fyrir einkennum. Á þeim tíma sem þetta ástand hefur varað hafa tugir þúsunda túrista heimsótt Ísland. Það eru hins vegar engar upplýsingar um mengunina og áhrif hennar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Um borð í vélum Icelandair hefur lengi tíðkast að benda farþegum á heimasíðuna Safetravel.is og þar verða birtar aðvaranir vegna gosmengunarinnar ef til þess kemur.

Ekki fengust svör frá easyJet og WOW air um hvort og hvernig farþegar félaganna eru upplýstir um gosmengunina.

Biðja fólk um að upplýsa gesti sína

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir að starfsfólk Ferðamálastofu sendi stöðuskýrslur Almannavarna á ferðaþjónustuaðila og leggi áherslu á að þeir haldi gestum sínum upplýstum. Á vefnum Iceland.is, sem Íslandsstofa heldur úti, er sérstök síða á ensku um gosið í Holhrauni og samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu skoðuðu 5400 manns þessa undirsíðu síðastliðinn mánuð. Til samanburðar má geta að í október voru hér 66 þúsund erlendir ferðamenn samkvæmt talningu Ferðamálastofu.

SMS frá Almannavörnum

Á gossíðunni á vefnum Iceland.is kemur meðal annars fram að Almannavarnir sendi út viðvaranir með SMS skilaboðum á alla síma innan ákveðins svæðis þegar þörf krefur. Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir að öllu jöfnu séu send SMS á alla síma, bæði innlenda og erlenda, á þeim svæðum þar sem mengunin fari yfir 2600 míkrógrömm. Svo mikil mengun mældist í Reykjavík 16. október. Ókosturinn er hins vegar sá að það tekur langan tíma að senda skilaboð á alla síma í Reykjavík en á þessum árstíma má fullyrða að langstærsti hluti erlendu ferðamannanna gisti á höfuðborgarsvæðinu.

Eins og áður segir hefur Ferðamálastofa beint þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila að þeir upplýsi túrista um gosmengunina. Það má hins vegar búast við að ferðamenn sem gista í orlofsíbúðum og ferðist á eigin vegum fái ekki alltaf upplýsingar sem getur reynst bagalegt fyrir fólk sem er á ferðalagi með börn eða er með sjúkdóma.

Þess má geta að í gær var settur upp upplýsingaskjár á vegum Safetravel.is í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar verða birtar aðvaranir frá Almannavörnum.

 

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …