Ódýrustu fargjöldin til Kaupmannahafnar, London og Oslóar í febrúar hafa lækkað í öllum tilvikum milli ára. Lækkunin nemur um fjórðungi í sumum tilfellum. MEIRA
Ódýrustu fargjöldin til Kaupmannahafnar, London og Oslóar í febrúar hafa lækkað í öllum tilvikum milli ára. Lækkunin nemur um fjórðungi í sumum tilfellum.
Það verður flogið allt að fjörtíu og tvisvar sinnum í viku til London í vetur og hefur framboðið meira en tvöfaldast síðustu ár. Þessi aukning er líklega helsta ástæða þess að fargjöldin á þessari flugleið hafa lækkað milli ára. Í dag kostar ódýrasta farið til London í seinnihluta febrúar um 35 þúsund krónur sem er um sex þúsund krónum minna en á sama tíma í fyrra. Fargjöldin hafa lækkað hjá öllum þremur félögunum sem fljúga þessa leið eins og sjá má á súluritinu hér neðar.
Ódýrast til Oslóar
Síðustu tvö ár hefur verð á farmiðum til Kaupmannahafnar í febrúar staðið í stað hjá Icelandair og WOW air. Núna eru ódýrustu fargjöld Icelandair til dönsku borgarinnar hins vegar um fjórðungi lægri. Sem fyrr er þó langódýrast að fljúga til Oslóar en Norwegian heldur áfram að bjóða ferðir þangað á um 21 þúsund krónur.
Í þessum mánaðarlegu verðkönnunum Túrista eru fundin ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, hjá hverju félagi fyrir sig og farangurs- og bókunargjöldum er bætt við.
Create your own infographics
Þróun fargjalda í viku 52 (22.des. til 28. des.) milli ára þegar bókað er með fjögurra vikna fyrirvara
2014 |
2013 |
2012 | |
London: | |||
Easy Jet | 65.045 kr. | 87.611 kr. | 77.324 kr. |
Icelandair | 64.005 kr. | 73.190 kr. | 61.550 kr. |
Wow Air | 56.495 kr. | 74.439 kr. | 76.825 kr. |
Kaupmannahöfn: | |||
Icelandair | 62.015 kr. | 57.740 kr. | 60.960 kr. |
Wow Air | 49.815 kr. | 54.301 kr. | 48.760 kr. |
Osló: | |||
Icelandair | 46.765 kr. | 35.010 kr. | – |
Norwegian | 40.327 kr. | 44.471 kr. | – |
SAS | 43.185 kr. | 89.496 kr. | – |