Ferðamannastaðirnir þar sem þú færð mest fyrir peninginn

Tvö evrópsk lönd komast á lista Lonely Planet yfir þau svæði þar sem ferðamenn ná að upplifa hvað mest án þess að kosta miklu til.

 

 

 

Tvö evrópsk lönd komast á lista Lonely Planet yfir þau svæði þar sem ferðamenn ná að upplifa hvað mest án þess að kosta miklu til.

Það verður ekki hlaupið að því fyrir íslenska túrista að heimsækja þá ferðamannastaði sem aðstandendur ferðabóka Lonely Planet segja vera þá hagstæðustu fyrir ferðamenn á næsta ári. Flestir eru þeir langt í burtu og því þarf að millilenda að minnsta kosti einu sinni á leiðinni þangað frá Keflavík.

Portúgal og Rúmenía eru einu fulltrúar Evrópu á listanum og svo heppilega vill til að ferðaskrifstofan Vita býður upp á ferðir til Algarve í Portúgal á næsta ári.

Í umsögn Lonely Planet um Portúgal segir að það komi engum á óvart að hið fjölskylduvæna Algarve hérað standist verðsamanburð við önnur álíka svæði í suðurhluta Evrópu.

Höfuðborginni Lissabon er líkt við Barcelona en þó sögð ódýrari. Íslenskar ferðaskrifstofur bjóða reglulega upp á ferðir héðan til borgarinnar á vorin og haustin.

Túnis er á toppi listans og það styttist í kannski í að ferðaskrifstofur hér á landi bjóði upp á sérferðir og sólarlandaferðir til N-Afríku nú þegar stjórnmálaástandið þar er víða orðið stöðugra.

Hagstæðustu ferðamannasvæðin árið 2015 skv. Lonely Planet

  1. Túnís
  2. S-Afríka
  3. Shanghai
  4. Samúa
  5. Balí
  6. Uruguay
  7. Portúgal
  8. Tævan
  9. Rúmenía
  10. Búrkina Fasó