Frí hótelgisting fyrir þá vinamörgu á Facebook

Áttu meira en tvö þúsund vini á Facebook? Ef svo eru þá getur gist á góðu hóteli í Stokkhólmi án þess að borga krónu fyrir en þú þarft að segja vinum þínum frá dvölinni.

 

 

 

Áttu meira en tvö þúsund vini á Facebook? Ef svo eru þá getur gist á góðu hóteli í Stokkhólmi án þess að borga krónu fyrir en þú þarft að segja vinum þínum frá dvölinni.

Í reisulegri byggingu stuttan spöl frá aðallestarstöðinni í Stokkhólmi er Nordic Light hótelið til húsa. Hótelið er hluti af „Design Hotels“ hópnum, líkt og 101 Hotel í Reykjavík, og eins og nafnið gefur til kynna þá komast aðeins gististaðir í þessa grúppu sem taka útlitið alvarlega.

Vinsældir tryggja vænan afslátt

Máttur samfélagsmiðlanna er mikill þegar kemur að umtali og nú ætlar hótelstjórinn á Nordic Light að freista þess að fá athygli á þeim vettvangi með aðstoð vinsæla fólksins. Hann býður þeim hópi ókeypis gistingu í allt að sjö nætur en setur það skilyrði að gestirnir láti lesendur sína reglulega vita af dvöl sinni á hótelinu.

Þeir sem ekki eru það vinamargir að þeir fullnægi skilyrðunum fyrir ókeypis gistingu geta engu að síður fengið afslátt eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Icelandair flýgur daglega til Stokkhólms og er töluvert úrval á farmiðum á rúmar 40 þúsund, báðar leiðir, næstu vikur og mánuði.

Instagram afslættir:

100.000 lesendur eða fleiri = 100% afsláttur

15.000 lesendur eða fleiri = 15% afsláttur

10.000 lesendur eða fleiri = 10% afsláttur

5.000 lesendur eða fleiri = 5% afsláttur

Facebook afslættir:

100.000 aðdáendur/vinir eða fleiri = 100% afsláttur

2.000 vinir eða fleiri = 100% afsláttur

1.500 vinir eða fleiri = 15% afsláttur

1.000 vinir eða fleiri = 10% afsláttur

500 vinir eða fleiri = 5% afsláttur

Sjá nánari lýsingu á þessu tilboði á heimasíðu Nordic Light