Hlutdeild easyJet tvöfaldast

Í október jókst umferð um Keflavíkurflugvöll um nærri tólf af hundraði og munar þar miklu um töluverða fjölgun ferða á vegum stærsta lágfargjaldaflugfélags Bretlands.

 

 

 

Í október jókst umferð um Keflavíkurflugvöll um nærri tólf af hundraði og munar þar miklu um töluverða fjölgun ferða á vegum stærsta lágfargjaldaflugfélags Bretlands.

Það voru átta flugfélög sem buðu upp á áætlunarflug frá Keflavík í síðasta mánuði og voru ferðirnar að jafnaði um þrjátíu og tvær á dag. Fjölgaði reglulegum flugum héðan um 103 í samanburði við sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Túrista. Nær alla aukninguna má rekja til easyJet og Icelandair.

Þrátt fyrir að íslenska félagið hafi fjölgað ferðum sínum um tæplega tíund milli októbermánaða þá dregst hlutdeild þess saman um tvö prósentustig á milli ára. Vægi easyJet hefur hins vegar tvöfaldast. Í október í fyrra var hlutdeild félagsins um 4 prósent en eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá voru nú um átta af hverjum hundrað áætlunarferðum frá Keflavík á vegum breska flugfélagsins.

Hlutdeild flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli í október 2014, í brottförum talið:

  1. Icelandair: 72,4%
  2. WOW air: 12,3%
  3. easyJet: 8,4%
  4. SAS: 3,2%
  5. Norwegian: 2,1%
  6. Aðrir: 1,6%

NÝJAR GREINAR: Fljúga beint frá Akureyri til AntalyaFrítt á spænkar kvikmyndir