Margverðlaunuð fríhöfn

Annað árið í röð þykir Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vera sú fremsta í Evrópu að mati rits viðskiptaferðalanga.

 

Annað árið í röð þykir Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vera sú fremsta í Evrópu að mati rits viðskiptaferðalanga.

Árlega verðlaunar tímaritið Business Destinations þær fríhafnir í heiminum sem þykja skara fram úr á sínu svæði. Í ár, líkt og í fyrra, er það Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem þykir fremst í Evrópu. Í tilkynningu frá Fríhöfnininni segir að sigurvegarar séu valdir með kosningu fjölmenns hóps áhrifamanna á sviði viðskiptaferðalaga og að yfirlýst markmið með veitingu verðlaunanna sé að vekja athygli á þeim aðilum sem hafa náð athyglisverðum árangri í rekstri og eða nýsköpun og snjöllum lausnum á hinum ólíku sviðum ferðaþjónustunnar. Dómnefndin er skipuð stórum og fjölbreytilegum hópi sérfræðinga úr viðskiptalífinu, m.a. stjórnendum viðskiptaferðalaga hjá fimm hundruð stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, félagsmönnum í Samtökum stjórnenda viðskiptaferðalaga og fleiri lykilmönnum á sviði viðskiptaferðalaga.

Þær fríhafnir sem unnu til verðlaun í ár eru:

Evrópa: Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli

Norður-Ameríka: Duty Free Los Angeles International Airport

Suður-Ameríka: Rio de Janeiro Galeao Duty Free

Mið-Austurlönd: Dubai Duty Free

Afríka: Dufry Sharm el-Sheikh Airport

Eyjaálfa: SYD Airport Tax & Duty Free