Ódýrari gisting í Berlín allt næsta ár

Þeir sem hafa keypt flugmiða til Berlínar á næsta ári en vantar gistingu gætu freistast til að bóka þetta tilboð í Mitte hverfinu.

 

Þeir sem hafa keypt flugmiða til Berlínar á næsta ári en vantar gistingu gætu freistast til að bóka þetta tilboð í Mitte hverfinu.

Torstrasse er ein af þessum líflegu götum í höfuðborg Þýskalands og þaðan er stutt í óteljandi veitingastaði, bari og klúbba og nokkrar af skemmtilegustu verslunargötum borgarinnar eru handa við hornið. Til dæmis Neue og Alte Schönhauser Strasse og Auguststrasse.

Við Torstrasse stendur líka Mani hótelið sem er einn af þessu smekklegu gististöðum í Berlín sem eru í ódýrari kantinum. Alla vega í samanburði við álíka góð hótel í öðrum evrópskum stórborgum. Fram til 25. nóvember má bóka herbergi á Mani með 15 prósent afslætti út allt næsta ár. Frír morgunmatur fylgir með í kaupunum og óáfengir drykkir úr minibar sömuleiðis.

Tveggja manna herbergi kostar á þessu tilboði á bilinu 10.500 til 12.000 krónur sem er um tíund ódýrara en stóru hótelsíðurnar bjóða. Þar er pöntunin hins vegar oftast óafturkræf og sjaldnast fylgir morgunmatur. Þeir sem bóka tilboð Tablet Hotels geta afbókað tveimur dögum fyrir komu.

Til að tryggja sér þetta tilboð þarf að smella hér, velja svo dagsetningar og fjölda gesta og þá kemur upp verðtilboð merkt „Tablet Celebration Rate“. Þess má geta að hótelið hefur fengið góðar umsagnir á Tripadvisor og er með 4 og hálfan punkt af fimm mögulegum.