Stærsta flugfélag Norðurlanda flýgur allt að daglega milli Oslóar og Keflavíkur og brátt mun félagið kynna til sögunnar nýja þjónustu sem er í anda lágfargjaldaflugfélaganna.
Stærsta flugfélag Norðurlanda flýgur allt að daglega milli Oslóar og Keflavíkur og brátt mun félagið kynna til sögunnar nýja þjónustu sem er í anda lágfargjaldaflugfélaganna.
Í Skandinavíu ríkir mjög mikil samkeppni milli flugfélaganna Norwegian og SAS. Forsvarsmenn félaganna senda hvorum öðrum reglulega tóninn í fjölmiðlum og fargjöld til og frá Skandinavíu hafa lækkað.
Bæði félögin fljúga hingað frá Osló og íslenskir farþegar njóta góðs af verðstríðinu því eins og Túristi greindi frá í gær þá eru fargjöld héðan til höfuðborgar Noregs oftast lægri en til Kaupmannahafnar og London.
Áfram frítt við innritun
Norwegian er lágfargjaldaflugfélag og þar borga farþegar aukalega fyrir nær alla þjónustu. Í auglýsingum SAS er hins vegar lögð áhersla á að farþegar félagsins greiði ekki sérstaklega fyrir farangur, drykki, val á sætum og fleira. Í næstu viku verður hins vegar nýtt gjald kynnt til sögunnar hjá SAS sem er í anda lágfargjaldafélaganna. Þeir sem bóka farmiða á ódýrasta farrými hjá félaginu geta þá tekið frá sæti en aðeins gegn því að borga um 1400 krónur fyrir. Þeir sem ekki velja þann kost geta eftir sem áður valið sér sæti sér að kostnaðarlausu þegar innritun hefst 22 tímum fyrir brottför.
Í svari til Túrista segir Tormod Sandstø, upplýsingafulltrúi SAS, að hingað til hafi aðeins farþegar í vildarklúbbi félagsins, EuroBonus, getað tekið frá sæti við bókun farmiða en núna geti allir gert það fyrir lítil aukagjald. Hann áréttar hins vegar að sem fyrr kosti ekkert að taka frá sæti eftir að innritun hefst.
Sætisval er algeng tekjulind
Yfir vetrartímann eru Icelandair og SAS einu flugfélögin sem fljúga til og frá Íslandi sem ekki teljast til lágfargjaldaflugfélaga. Hjá Icelandair er hægt að taka frá sæti við pöntun farmiða án aukakostnaðar. Það kostar hins vegar allt að þrjú þúsund krónur að festa sér sæti, aðra leiðina, hjá lággjaldaflugfélögunum.
SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
PARIS: PARADISPARIS – FRÁ 17ÞÚS KR. | KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR. | LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. | NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR. |