Sjötta hver ferð til London

Þær tíu borgir sem oftast var flogið til frá Keflavík í október.

Þær tíu borgir sem oftast var flogið til frá Keflavík í október.

Framboð á ferðum héðan til London hefur aukist mjög hratt síðustu ár og í vetur verður flogið allt að fjörtíu og tvisvar sinnum í viku frá Keflavík til flugvallanna við Gatwick, Heathrow og Luton. Þetta er rílega tvöfalt fleiri ferðir en voru í boði fyrir þremur árum síðan. Samgöngur við aðrar erlendar borgir eru ekki eins tíðar yfir vetrarmánuðina.

Í október voru í boði nærri þúsund áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli og í ríflega þriðja hverju tilviki flugu þoturnar í átt til höfuðborga Bretlands, Danmerkur og Noregs. París og New York koma í næstu sætum eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Vægi vinsælustu áfangastaðanna í október í brottförum talið, skv. talningu Túrista:

  1. London 17,5%
  2. Kaupmannahöfn: 10,5%
  3. Osló: 8,9%
  4. París: 5,4%
  5. New York: 4,9%
  6. Boston: 4,5%
  7. Stokkhólmur: 4%
  8. Amsterdam: 3,5%
  9. Frankfurt: 3,2%
  10. Seattle: 3,2%