Sofið um borð í flugvél í Amsterdam

Nýjasta viðbótin á gistivefnum Airbnb er þota á vegum hollenska flugfélagsins KLM. Gestirnir geta þó ekki átt von á því að taka á loft á meðan þeir liggja út af eða eru í sturtu.

 

Nýjasta viðbótin á gistivefnum Airbnb er þota á vegum hollenska flugfélagsins KLM. Gestirnir geta þó ekki átt von á því að taka á loft á meðan þeir liggja út af eða eru í sturtu.

Það eru vafalítið margir sem hafa látið sig dreyma um það að geta lagt sig í þægilegu rúmi um borð í flugvél.

Það kostar hins vegar skildinginn að bóka bedda um borð í breiðþotunum sem fljúga á milli heimsálfa. Þeir sem þurfa að dvelja við Schiphol flugvöll í Amsterdam yfir nótt geta hins vegar hér eftir skriðið upp í rúm í flugvél fyrir mun lægri upphæð. Stjórnendur hollenska flugfélagsins KLM hafa nefnilega ákveðið að gefa einni af þotum sínum hvíld og breyta henni í gistihús. Þotan er víst búinn að fljúga sem samsvarar 3.675 ferðum í kringum hnöttinn og fer ekki lengra í bili.

Í þessu 366 fermetra gistiheimili eru 116 gluggar, átta baðherbergi og bókasafn en aðeins tvö svefnherbergi. Það er því ekki þröngt á milli sæta í þessari vél.

Frí gisting og flug í vinning

Síðustu dagana í nóvember ætlar KLM að bjóða þremur vinningshöfum í sérstökum leik að gista í vélinni sér að kostnaðarlausu og verður gestunum flogið til Amsterdam í boði flugfélagsins. Á heimasíðu Airbnb má finna upplýsingar um hvernig best er að snúa sér til að eiga möguleika á þessum vinningi.

NÝJAR GREINAR: Hlutdeild easyJet tvöfaldastSnjallsímaforrit fyrir ferðalagiðFerðalag um freyðandi hluta Frakklands