Sögðu bílaleigur mismuna fólki eftir þjóðerni

Evrópuráðið krafðist skýringa frá forsvarsmönnum alþjóðlegra bílaleigufyrirtækja á ólíkum verðskrám milli aðildarlanda EES samningsins.

 

 

 

Evrópuráðið krafðist skýringa frá forsvarsmönnum alþjóðlegra bílaleigufyrirtækja á ólíkum verðskrám milli aðildarlanda EES samningsins.

Öll nettengd tæki hafa sína eigin IP-tölu og hún upplýsir meðal annars í hvaða landi viðkomandi tölva er stödd. Umsjónarmenn vefsíðna geta því greint staðsetningu notenda og þannig birt texta sem passar við það svæði sem viðkomandi er á og birt verð í réttum gjaldmiðli. Evrópuráðið vill hins vegar meina að forsvarsmenn nokkurra stórra bílaleigufyrirtækja hafi gengið of langt og nýtt þessar upplýsingar til að bjóða sömu þjónustu á mismunandi verði á milli landa.

Tvöfalt verð fyrir Þjóðverja

Í tilkynningu frá ráðinu kemur fram að nýlega hafi verð á bílaleigubíl í Bretlandi tvöfaldast þegar þýskur leigutaki skráði heimalandið sitt í netbókunina. Þjóðverjinn hefði átt að njóta sömu kjara og heimamenn á breskum bílaleigum því samkvæmt regluverki ESB er bannað að mismuna íbúum aðildarlandanna eftir búsetu. Sömu reglur ættu að gilda hér á landi vegna aðildar Íslands að EES-samningnum.

Lofa bót og betrun

Í sumar óskuðu starfsmenn Evrópuráðsins skýringa frá forstjórum bílaleiganna Sixt, Enterprise, Goldcar, Europcar, Hertz og Avis á dæmum um þess háttar verðlagningu. Forsvarsmenn allra fyrirtækjanna hafa lofað að hér eftir muni notendur netverslanna ekki verða færðir sjálfkrafa á síðu sem passar þeirra heimalandi. Eins eigi allir að geta bókað bíla á þeirri síðu sem þeir vilja samkvæmt því sem segir í tilkynningu Evrópuráðsins sem birt var í síðustu viku. Spánverji sem finnur betri kjör á belgískri heimasíðu en spænskri á þá að getað klárað bókunina þar.

Eins og verðkannanir Túrista hafa sýnt þá getur munað miklu á því verði sem bílaleigurnar bjóða á netsíðum sínum og því verði sem sérstakar leitarvélar finna. Það borgar sig því að gera verðsamanburð áður en bíllinn er bókaður.

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR. KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR. LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.