Fljúga beint frá Akureyri til Antalya

NazarPegasos

Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Nazar ætlar að auka umsvif sín hér á landi næsta sumar og meðal annars hafa á boðstólum sólarlandaferðir frá Akureyri.

 

 

 

Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Nazar ætlar að auka umsvif sín hér á landi næsta sumar og meðal annars hafa á boðstólum sólarlandaferðir frá Akureyri.

Í ár hóf norræna ferðaskrifstofan Nazar að bjóða upp á ferðir frá Íslandi til Antalya í Tyrklandi. Upphaflega var ætlunin að selja um tvö þúsund ferðir en þegar upp var staðið fóru um 2.500 Íslendingar út með ferðaskrifstofunni. Á næsta ári ætla stjórnendur Nazar að auka framboðið hér á landi enn frekar og þá verða í fyrsta skipti í boði ferðir frá Akureyri í sólina við Antalya.

Í tilkynningu segir Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri, að þónokkrir Akureyringar hafi hvatt sig til að bjóða upp á sólarlandaferðir frá Akureyri og það helst í október. Af þeim sökum mun Nazar bjóða upp á fjórar ferðir frá Akureyrarflugvelli til Antalya frá 30. september til 21. október.

Líkt og kom fram í frétt Túrista þá er október að verða vinsælasti mánuðurinn hér á landi til ferðalaga til útlanda.

Íslenskir farþegar bóka aðallega fjögurra og fimm stjörnu hótel

Það bætast ekki aðeins við ferðir á vegum Nazar frá Akureyri næsta sumar. Ferðaskrifstofan mun einnig fjölga brottförum frá Keflavíkurflugvelli og meðal annars bjóða upp á vikulegar ferðir þaðan í september. Í viðtali við Túrista sagði Kemal Yamanlar að íslenskir farþegar Nazar hafi aðallega bókað hótel þar sem allt fæði er innifalið í verðinu og flest þeirra voru fjögurra eða fimm stjörnu. Meirihlutinn valdi líka gististaði þar sem í boði er íslensk barnadagskrá.

Nazar starfar á öllum Norðurlöndunum og flýgur með gesti sína frá nærri fjörutíu norrænum flugvöllum. Þeir sem bóka sumarfrí hjá Nazar fyrir lok mánaðar fá 10.000 króna afslátt.

NÝJAR GREINAR: Snjallsímaforrit fyrir ferðalagiðRíflega tvöfalt fleiri ferðir til London