Spænsk kvikmyndahátíð sem ýtir undir ferðaáhugann

Það er frítt í bíó fyrir þá sem vilja sjá kvikmyndir sem eru sérstaklega valdar með það að leiðarljósi að auka löngunina eftir ferðalagi til Spánar.

 

 

 

Það er frítt í bíó fyrir þá sem vilja sjá kvikmyndir sem eru sérstaklega valdar með það að leiðarljósi að auka löngunina eftir ferðalagi til Spánar.

Í lok vikunnar býður ferðamálaráð Spánar til kvikmyndaveislu í Bíó Paradís þar sem sýndar verða fjórar spænskar myndir. Aðgangur er ókeypis.

Af því tilfefni spurði Túristi Trine Fredrikke Pedersen, hjá ferðamálaráðinu, hvort kvikmyndir væru góð leið til að ná til ferðamanna. „Við völdum meðvitað fjórar myndir sem endurspegla spænska menningu og þar sem landslagið spilar stóra rullu. Í myndunum er lögð áherslu á spænskan matarkúltúr, lífstíl, húmor og náttúru og við trúum því að þetta auki áhuga fólks á því að verja fríinu á Spáni.“

Trine segir myndirnar vera mjög ólíkar. „Í Primos (Systrabönd) sést mikið af fallegri náttúru frá norðurhluta Spánar og spænsk kímnigáfa nýtur sín vel í myndinni. Blancanieves (Mjallhvít) fjallar um nautaat, einn umdeildasta sið Spánverja. Myndin er mjög listræn, svarthvít og þögul. Tvær seinni myndirnar, 18 comidas og Fuera de Carta, sýna hvað máltíðir skipa stóran sess í lífi Spánverja. Fólk ver miklum tíma í að ákveða matseðilinn og í eldamennskuna sjálfa.“

Spænska kvikmyndhátíðin hefst á fimmtudagskvöldið og hver mynd er aðeins sýnd einu sinni og með enskum texta. Hægt er að tryggja sér frímiða á myndirnar með því að smella á hlekkina í dagskránni hér fyrir neðan.

Spænsk kvikmyndavika í Bíó Paradís

Primos, fimmtudagskvöldið 13. nóvember.
Blancanieves, föstudagskvöldið 14. nóvember.
18 comidas, laugardagskvöldið 15. nóvember.
Fuera de Carta, sunnudagskvöldið 16. nóvember.

TENGDAR GREINAR: Sólarlandaferðir til Mallorca í boði á nýTvöfalda framboðið á ferðum til Tenerife