Áramót í Barcelona, Edinborg, Berlín eða New York

Þeir sem ætla að dvelja í útlöndum yfir áramótin eru sennilega flestir búnir að kaupa miða fyrir einhverju síðan.

 

 

Þeir sem ætla að dvelja í útlöndum yfir áramótin eru sennilega flestir búnir að kaupa miða fyrir einhverju síðan. Þeir fáu sem eru hins vegar ennþá að velta fyrir sér utanlandsferð í lok mánaðar gætu freistast til að stökkva á síðustu sætin til þessara fjögurra borga, þó sum þeirra séu í dýrari kantinum.

Þó áramótagleðin í Reykjavík hafi fengið athygli út í heimi þá er hún ekki komin á sama stall og fagnaðurinn á Times Square í New York, við Alexanderplatz í Berlín og undir kastalahæðinni í Edinborg. Þeir sem vilja taka þátt í gleðinni í þessum borgum á gamlárskvöld en hafa ekki bókað sæti geta enn fengið far út en það getur þó kostar sitt eins og sjá má hér fyrir neðan. Til viðbótar er þar líka að finna verð á flugi til Barcelona en um áramótin býður Vueling í fyrsta skipti upp á beint flug héðan til Katalóníu á þessum tíma árs. Af verðinu að dæma þá eru ekki mörg sæti eftir.

Edinborg

30.desember til 1.janúar með easyJet: 28.661kr.
– Borga þarf fyrir innritaðan farangur.

Berlín

30.desember til 1. janúar með WOW air: 49.116kr.
– Borga þarf fyrir innritaðan farangur og þyngri handfarangur

New York

29.desember til 1.janúar með Icelandair: 145.975 kr.

Barcelona

28.desember til 3. janúar með Vueling: 58.346 kr.
– Borga þarf fyrir innritaðan farangur.

Þeir sem vilja gera verðsamanburð á gistingu í þessum borgum geta smellt hér.